Komiði sæl og blessuð

Hér kynna meðlimir þessa spjallborðs sig sjálfir. Allir eru velkomnir í hópinn.
Post Reply
hjaltith
Villigerill
Posts: 2
Joined: 16. Sep 2014 21:21

Komiði sæl og blessuð

Post by hjaltith »

Sæl veriði, Ég er byrjaði í fyrra að brugga úr svona sírópskittum sem ég fékk í ámunni en var aldrei nógu ánægður með útkomuna.
Svo síðasta vetur fékk ég að taka þátt í BIAB aðferðinni hjá Bjarka kunningja mínum og eftir smökkun þá var ekki aftur snúið. Ég kom mér upp græjum og byrjaði á Bee Cave ljósölinu hjá Hrafnkeli sem kom ljómandi vel út, svo núna áðan var ég að láta porter á flöskur með OG 1.054 og FG 1.019 sem gefur ca 4.7% sem mér finnst heldur lítið , kannski eðlilegt?
Annars vil ég koma því á framfæri að þetta er frábær síða með urmul af fróðleik sem gaman er að pæla í. :skal:

Kv. Hjalti
User avatar
æpíei
Undragerill
Posts: 825
Joined: 14. Dec 2012 21:46

Re: Komiði sæl og blessuð

Post by æpíei »

Sæll og velkominn til starfa. Gangi þér sem best og við hlökkum til að heyra meira af þessu hjá þér. :skal:
User avatar
bergrisi
Undragerill
Posts: 948
Joined: 27. Apr 2011 23:24
Location: Keflavík

Re: Komiði sæl og blessuð

Post by bergrisi »

Velkomin í þetta skemmtilega sport.
Þetta getur verið eðlilegt á porternum og það vantar fleiri upplýsingar til að meta það hvort þetta sé ekki eins og á að vera.
Gangi þér vel með komandi bjóra.
Með vinsemd og virðingu
Rúnar
Á flöskum allt frá ljúfum lagerum til rífandi RIS
Post Reply