Sælir meistarar!

Hér kynna meðlimir þessa spjallborðs sig sjálfir. Allir eru velkomnir í hópinn.
Post Reply
kiwifugl
Villigerill
Posts: 7
Joined: 9. Sep 2014 19:33
Contact:

Sælir meistarar!

Post by kiwifugl »

Heilir og sælir, gervinir góðir, nær og fjær.

Ég heiti Þórir og er svo gott sem nýbyrjaður í þessu göfuga sporti sem bruggun er. Félagi minn Helgi sýndi mér ljósið fyrir löngu þegar við bjuggum saman í den tid og dróg mig loksins endanlega inn í þetta núna í haust. Við settum saman ágætis byrjunarsett og hentum í einn illa beisik amerískan Pale Ale sem frumraun.

Græjurnar eru fremur einfalt BIAB setup; 40L riðfrír pottur með 3500W elementi og krana. Klassískur kælispírall sér um að slútta suðunni og virtinum svo sullað yfir í gerjunarílát úr palsti. Flest allt fengið hjá honum Hrafnkeli á brew.is. Eins og ég segi þá er ekkert verið að finna upp hjólið hérna. Við tókum upp bæði uppsetningu settsins sem og bruggferlið og hyggjumst koma þessu á netið á næstunni.

Hér sjáið þið pottinn að verki:
bruggpottur.jpg
bruggpottur.jpg (43.98 KiB) Viewed 9133 times
Gerjum hófst fyrir tvemur vikum og er stefnan að koma þessu á flöskur í dag. Smelli afrekstrinum inn hér í myndaformi og jafnvel að maður gerist það metnaðarfullur í verkfallinu í dag að ég búi til miða á flöskurnar líka. Það væri nú alls ekki vitlaust að fá smá hugrenningar í þennan þráð og fiska eftir sniðugum leiðum til að merkja bjórinn sinn. Ég hafði hugsað mér að prófa þá aðferð að bleyta venjulegan 180g pappír upp úr mjólk, skilst að það sé ódýrt og algerlega nógu gott.

Annars hlakka ég til að takast á við framhaldið og læra meira um þessa miklu list. Við sjáumst svo vonandi á einhverjum fundum!

Kveðja,
Þórir
---------------------------
Þórir Bergsson, besservisser

Hey, smelltu hér til að lesa og hlusta á okkur Helga þykjast vita eitthvað!
User avatar
æpíei
Undragerill
Posts: 825
Joined: 14. Dec 2012 21:46

Re: Sælir meistarar!

Post by æpíei »

Sæll, velkominn í hópinn. Aðferðin sem þú nefnir varðandi merkingu er mjög einföld og góð. Hef sjálfur notað límmiða, minna mál að setja á en meira mál að taka af. Svo er líka gott að setja einhvern kóða á tappann ef allt annað bregst. Sjáumst á fundum bráðlega. Það er fundur í kvöld kl 20 á Hlemmi Square, allir velkomnir.
User avatar
helgibelgi
Undragerill
Posts: 773
Joined: 6. Nov 2010 22:29
Location: Reykjavík, Iceland
Contact:

Re: Sælir meistarar!

Post by helgibelgi »

Velkominn á spjallið, kæri vinur! :beer:

p.s. þessi maður skuldar mér marga tugi lítra af bjór!
User avatar
bergrisi
Undragerill
Posts: 948
Joined: 27. Apr 2011 23:24
Location: Keflavík

Re: Sælir meistarar!

Post by bergrisi »

Velkominn.
Ég pældi mikið í miðum þegar ég byrjaði en í dag merki ég bara tappana. Það sparar tíma við að endurnýta flöskurnar - minni þrif.
Velkominn og gangi þér vel.
Með vinsemd og virðingu
Rúnar
Á flöskum allt frá ljúfum lagerum til rífandi RIS
Post Reply