Sælt veri fólkið.

Hér kynna meðlimir þessa spjallborðs sig sjálfir. Allir eru velkomnir í hópinn.
Post Reply
MagnusS
Villigerill
Posts: 3
Joined: 10. May 2014 12:43

Sælt veri fólkið.

Post by MagnusS »

Erum 3 að standa í græjun á BIAB útbúnaði, erum að taka okkar fyrstu skref í því að brugga "alvöru" bjór. Flott spjallborð og góðar upplýsingar virkilega vel að verki staðið.

Hef bruggað nokkra tugi lítra af víni "rautt, hvítt, rós" m.a fyrir brúðkaupið mitt þannig að "framleiðsluferlið" er þekkt og græjur í það eru til. Maður þarf bara að læra língóið í kringum bjórgerðina, en byrjum á Bee Cave kit frá Brew.is.

60l tunna frá Saltakup, 3500w element og stýring 1-100% frá Brew.is, rústfrír falskur botn og voile poki óverlockaður af Mömmu. Kælispírall klár, stefnan að bæta við 12v dælu og hitastýringu í náinni framtíð.

Hugmyndin er að finna góða uppskrift sem nýtir 60 lítra tunnuna sem best en byrjum á einfaldri lögun til að læra handtökin.

kv.
Magnús.
User avatar
bergrisi
Undragerill
Posts: 948
Joined: 27. Apr 2011 23:24
Location: Keflavík

Re: Sælt veri fólkið.

Post by bergrisi »

Velkomnir og gangi ykkur vel í þessu sporti.
Með vinsemd og virðingu
Rúnar
Á flöskum allt frá ljúfum lagerum til rífandi RIS
User avatar
helgibelgi
Undragerill
Posts: 773
Joined: 6. Nov 2010 22:29
Location: Reykjavík, Iceland
Contact:

Re: Sælt veri fólkið.

Post by helgibelgi »

Velkomnir á spjallið

Það hljómar eins og þið séuð með brugg-græjurnar allar á hreinu. Hafið þið samt spáð eitthvað í hitastýrðum ísskáp fyrir gerjun? Rökrétt að það sé næsta skref imo.
MagnusS
Villigerill
Posts: 3
Joined: 10. May 2014 12:43

Re: Sælt veri fólkið.

Post by MagnusS »

Vorum að setja þetta saman áðan, umræðan snérist um næstu græjur og hvort ísskápur væri ekki eitthvað sem við ættum að stefná á, eflaust verður það skref tekið fljótlega.
Post Reply