Page 1 of 1

Sælt veri fólkið

Posted: 22. Apr 2014 20:41
by Pozox
Ákvað loksins að skrá mig inn á spjallið eftir að hafa verið að lesa mér það til fróðleiks í sona 2 ár en við félagarnir höfum verið að dunda okkur við að brugga bjóra með hléum frá árinu 2012. helltum okkur beint í djúpulauguina með allgrain BIAB og settum fyrst í BeeCave uppskriftina frá Hrafnkeli, höfum svo sett í ýmislegt síðan. Undafarið höfum við verið að leika okkur með Chili,lime og hunangs Pale sem við erum bara nokkuð sáttir með. En okkur fannst bjórbruggun ekki allveg nóg svo okkur datt í hug að það gæti verið gaman að búa til osta líka þannig að á páskadag síðastliðin smelltum við okkur í Camembertgerð (og auðvitað settum við í bjór í leiðinni)

Langaði bara að þakka ykkur öllum fyrir hjálpina (þó að enginn ykkar hafi vitað af því að þið væruð að hjálpa okkur) :skal:

Re: Sælt veri fólkið

Posted: 23. Apr 2014 07:23
by Eyvindur
Vel gert! Velkominn á spjallið, og gleðilega gerjun. :)

Re: Sælt veri fólkið

Posted: 23. Apr 2014 09:57
by bergrisi
Velkomnir