Mágarnir loksins byrjaðir!

Hér kynna meðlimir þessa spjallborðs sig sjálfir. Allir eru velkomnir í hópinn.
Post Reply
Bruggeríið
Villigerill
Posts: 1
Joined: 27. Feb 2014 12:03

Mágarnir loksins byrjaðir!

Post by Bruggeríið »

Sæl öllsömul.

Þá höfum mágarnir loksins skellt í fyrstu lögnina eftir að hafa talað um það í um nokkra mánaða skeið. Báðir erum við alveg grænir í brugginu sem slíku, en höfum staðið í ítarlegri rannsóknarvinnu þegar kemur að bjór síðasta áratuginn eða svo.

Með dyggri aðstoð eins félaga Fágunarbræðraogsystralagsins sem kennir sig við belg (vottar samt ekki fyrir neinum belg framan á honum - þvílík vonbrigði) hentum við í eitt stykki Bee Cave uppskrift frá Hrafnkeli fyrir fáeinum dögum og nú er bara að bíða og sjá hvort við höfðum erindi sem erfiði, neita því ekki að maður er nokkuð noijaður yfir sýkingahættunni.

Svo stendur yfir græju- og flöskusöfnun fyrir átöppunardag sem verður eftir sirka tvær vikur, sennilega verður hent í aðra lögn þá og eru hugmyndir að góðum nýgræðingabjór vel þegnar.

Kær kveðja,
Bruggskúrinn Bruggeríið
- Egill og Reynir

P.s. Það stóð til að láta nokkrar myndir fylgja en þær eru of stórar, læt mág minn, tölvunarfræðinginn, ef til vill minnka þær, ekki kann ég það.
User avatar
Plammi
Gáfnagerill
Posts: 269
Joined: 24. Mar 2012 14:09

Re: Mágarnir loksins byrjaðir!

Post by Plammi »

Velkomnir!
Í gerjun:
Á flöskum/Kút: Very Hoppy Saison
Næst á dagskrá: Zombie, Hádurtur I revisited
Hans Klaufi á FB
User avatar
helgibelgi
Undragerill
Posts: 773
Joined: 6. Nov 2010 22:29
Location: Reykjavík, Iceland
Contact:

Re: Mágarnir loksins byrjaðir!

Post by helgibelgi »

Velkomnir á spjallið :beer:
User avatar
bergrisi
Undragerill
Posts: 948
Joined: 27. Apr 2011 23:24
Location: Keflavík

Re: Mágarnir loksins byrjaðir!

Post by bergrisi »

Velkomnir og gangi ykkur vel.
Með vinsemd og virðingu
Rúnar
Á flöskum allt frá ljúfum lagerum til rífandi RIS
Post Reply