Bjarni

Hér kynna meðlimir þessa spjallborðs sig sjálfir. Allir eru velkomnir í hópinn.
Post Reply
figuah
Villigerill
Posts: 2
Joined: 25. Aug 2009 18:09

Bjarni

Post by figuah »

Já góðan daginn,Bjarni heiti ég og hef verið áhugamaður um heimabrugg lengi en aldrei slegið á að brugga sjálfur,ákvað að láta vaða á það að prufa loksins að brugga bjór,en þar sem ég veit þannig séð eiginlega ekkert um bjór bruggun þá var ég að velta fyrir mér hvort nokkrum spurningum frá mér gætu kannski verið svarað :beer:

t.d.

ódýrasti startpakkinn til að brugga bjór....er það frá vínkjallaranum eða er hægt að gera heimatilbúið fyrir minni pening ?

hverju mæliði með sem fyrsta bjórnum sem bruggað er ? sá video um gerð coopers bjórsins sem virtist afar einfalt....

On with the drinking! :fagun:
User avatar
Idle
Yfirgerill
Posts: 1002
Joined: 25. Jun 2009 22:29
Location: Reykjavík

Re: Bjarni

Post by Idle »

Ég held að Coopers kittin séu það ódýrasta í startið, og þá veit ég ekki með hverju skal mæla. Líklega þeim stíl sem þér líkar best (þó ekki lager, nema þú getir látið hann gerjast og lagerast við nógu lágt hitastig). :)

Ég sleppti kit-stiginu og keypti mér maltextrakt að utan, en sendingarkostnaðurinn er himinhár á svoleiðis (ég borgaði um 5.000 kr fyrir 3 kg. frá New York - maltið kostaði innan við 2.500 kr.).

Næst er það náttúrlega "all grain", og mér virðist mesti kostnaðurinn felast í því að koma sér upp græjum til verksins. Eftir það er tiltölulega ódýrt að kaupa korn og humla af Ölvisholti.
Fyrirhugað: Bruggpása.
Í gerjun: Ekkert.
Í þroskun / lageringu: Ekkert.
Á flöskum: Ekkert.
Bruggað (AG): 588 l.
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Bjarni

Post by sigurdur »

Velkominn í hópinn.
User avatar
andrimar
Kraftagerill
Posts: 148
Joined: 3. Jun 2009 12:26
Location: Miðbær

Re: Bjarni

Post by andrimar »

Velkominn Bjarni
Kv,
Andri Mar
User avatar
Korinna
Kraftagerill
Posts: 84
Joined: 7. May 2009 19:34
Location: Reykjavík
Contact:

Re: Bjarni

Post by Korinna »

Velkominn! Ég held það er allt í lagi að prófa sig bara áfram og byrja á einhverju Coopers þar sem það er frekar einfalt. Gangi þér vel!
man does not live on beer alone
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Bjarni

Post by Eyvindur »

Ekkert að því að byrja á að fikta með Coopers. Vertu bara meðvitaður um það að gæði útkomunnar verða líkast til töluvert lakari en það sem gert er úr gæðahráefnum - þessar sírópsdósir eiga það til að vekja upp fordóma gegn heimagerðum bjór.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
nIceguy
Kraftagerill
Posts: 117
Joined: 12. May 2009 05:23
Location: Århus Danmark
Contact:

Re: Bjarni

Post by nIceguy »

Velkominn í bruggið!
Bjórnörd med meiru.
Eftirfarandi sanna mál mitt:
http://www.bjorbok.net/NBIslandsHornid.htm" onclick="window.open(this.href);return false; - Bjór á Íslandi
http://www.bjorbok.net" onclick="window.open(this.href);return false; - bjórsíðan mín
http://www.bjorbok.net/nicebrew.htm" onclick="window.open(this.href);return false; - bruggsíðan mín
figuah
Villigerill
Posts: 2
Joined: 25. Aug 2009 18:09

Re: Bjarni

Post by figuah »

Mér líður bara strax eins og heima hjá mér :beer:
User avatar
Andri
Undragerill
Posts: 621
Joined: 5. May 2009 23:56

Re: Bjarni

Post by Andri »

Velkominn! :) Ódýr & góð byrjun að byrja á Coopers & Canadian síróps kittunum.
Þessi síróps kit = örbylgjupizza
all grain / extract kit = eldbakað lostæti 8-)
Í gerjun :
Á flöskum : Johannesberg Riesling (hvítvín)
Post Reply