Eyjó

Hér kynna meðlimir þessa spjallborðs sig sjálfir. Allir eru velkomnir í hópinn.
Post Reply
Eyjo
Villigerill
Posts: 5
Joined: 30. May 2009 19:55

Eyjó

Post by Eyjo »

Góða kvöldið

Það er orðin langur tími síðan ég hef lagt í einhverja gerjun. Það síðasta sem ég bruggaði var ódýrasta hvítvínskittið úr Ámunni þegar ég var að undirbúa busaviku á Menntaskólanum á Laugarvatni. Ég held svei mér þá að það séu komin 15 ár síðan! Ekki var það gott á bragðið en það var heldur ekkert endilega markmiðið þá, landinn var bara orðinn svo fjandi dýr að maður neyddist til að fara aðrar leiðir.

Áhuginn á bjórbruggun kviknaði eftir að hafa bragðað á afurðunum hans Úlfars félaga míns sem er hér meðlimur, sem reyndist allveg brilliant. Kíkti svo til hans þegar hann var að leggja í og hef haft það í hnakkanum síðan þá að fara að byrja sjálfur en hef verið meiri thinker en doer fram að þessu.

Ég hef mestan áhuga á að hoppa í djúpu laugina og fara bara beint í all grain lögn en þarf þó aðeins að skóla mig betur áður en ég byrja.

Þetta er snilldarsíða og frábært framtak.
kv.
Eyjólfur Reynisson
User avatar
halldor
Undragerill
Posts: 770
Joined: 10. May 2009 00:31
Location: Reykjavík

Re: Eyjó

Post by halldor »

Vertu innilega velkominn Eyjólfur :fagun:
Plimmó Brugghús
User avatar
Andri
Undragerill
Posts: 621
Joined: 5. May 2009 23:56

Re: Eyjó

Post by Andri »

Velkominn, ein pæling hvað var þessi landi að kosta og hversu mikið hækkaði hann.
Þetta er rándýrt núna, búið að hækka úr einhverjum 1500 kalli upp í 2000 á stuttum tíma.
Í gerjun :
Á flöskum : Johannesberg Riesling (hvítvín)
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Eyjó

Post by sigurdur »

Velkominn í hópinn.
User avatar
Idle
Yfirgerill
Posts: 1002
Joined: 25. Jun 2009 22:29
Location: Reykjavík

Re: Eyjó

Post by Idle »

Andri wrote:Velkominn, ein pæling hvað var þessi landi að kosta og hversu mikið hækkaði hann.
Þetta er rándýrt núna, búið að hækka úr einhverjum 1500 kalli upp í 2000 á stuttum tíma.
Ég man að lítrinn var jafnan á 1.000 kr. á Akureyri fyrir 15 árum, en er nú 2.000 kr.
Fyrirhugað: Bruggpása.
Í gerjun: Ekkert.
Í þroskun / lageringu: Ekkert.
Á flöskum: Ekkert.
Bruggað (AG): 588 l.
User avatar
nIceguy
Kraftagerill
Posts: 117
Joined: 12. May 2009 05:23
Location: Århus Danmark
Contact:

Re: Eyjó

Post by nIceguy »

velkominn
Bjórnörd med meiru.
Eftirfarandi sanna mál mitt:
http://www.bjorbok.net/NBIslandsHornid.htm" onclick="window.open(this.href);return false; - Bjór á Íslandi
http://www.bjorbok.net" onclick="window.open(this.href);return false; - bjórsíðan mín
http://www.bjorbok.net/nicebrew.htm" onclick="window.open(this.href);return false; - bruggsíðan mín
User avatar
andrimar
Kraftagerill
Posts: 148
Joined: 3. Jun 2009 12:26
Location: Miðbær

Re: Eyjó

Post by andrimar »

Hjartanlega velkominn Eyjó.
Kv,
Andri Mar
Post Reply