Bruggáhugi.

Hér kynna meðlimir þessa spjallborðs sig sjálfir. Allir eru velkomnir í hópinn.
Post Reply
JoiEiriks
Villigerill
Posts: 18
Joined: 14. Apr 2013 03:01

Bruggáhugi.

Post by JoiEiriks »

Sælir félagar.

Ég er búinn að vera að brugga í ca 1 ár og hófst minn áhugi á að ég sá Dollubjór í Byko. Keypti hann og prófaði að laga bjórinn en fannst hann óspennandi. En þá var ég kominn af stað og komst að því að víða er hægt að kaupa allt sem þarf í alvöru bjór. Fyrstu bjórarnir voru bruggaðir af því sem ég sá hjá brew.is en síðan hef ég verið mest leitað á netinu eftir hugmyndum, bæði hér hjá Fágun og svo á erlendum síðum. Byrjaði með 17L stálpott en er nú með 4 * 33L fötur með elementi og stafrænni hitastýringu. Nú er svo komið að ég er farinn að mæta á mánudagsfundina hjá Fágun og það er toppurinn. Það sem ég hef bruggað er IPA af öllum gerðum, English Bitter, Hafraporter, Stout, Lager af einfaldari gerðinni (styttri gerjunartíma), Hveitibjór og er nú með minn eigin mjög svo kryddaðan Jólabjór í gerjun (kanill, negull, anís, appel/sítr börkur) og er spenntur að sjá hvernig það fer. Já svo er það ferðin í Ölvisholt sem maður bíður spenntur eftir.
Mínar bestu,
Jói Eiríks.
--------------------------
Í bruggun:
Jólabjór: eigin hugmynd

Á flöskum:
Stout
IPA caramel
Lager (Hersbrucker)
English Bitter
Jóhann Eiríksson

Ölkelda brugghús.


Í gerjun: Citra IPA
Á flöskum: Citra IPA, English Bitter, Dry Stout, Belgian Strong Ale
Á kútum: kaupa keg system
Framundan: Dubbel, Saison
User avatar
bergrisi
Undragerill
Posts: 948
Joined: 27. Apr 2011 23:24
Location: Keflavík

Re: Bruggáhugi.

Post by bergrisi »

Velkominn.
Gangi þér vel í sportinu.
Með vinsemd og virðingu
Rúnar
Á flöskum allt frá ljúfum lagerum til rífandi RIS
Post Reply