Verðandi bruggari

Hér kynna meðlimir þessa spjallborðs sig sjálfir. Allir eru velkomnir í hópinn.
Post Reply
olibaker
Villigerill
Posts: 10
Joined: 15. Aug 2013 06:45

Verðandi bruggari

Post by olibaker »

Hæ hæ

Ég heiti Ólafur og er búsettur í danmörku. Ég hef verið að æsa mig upp í að fara að brugga síðasta hálfa árið og legið á netinu að lesa og skoða hvað væri nú skemmtilegt að leggja í. Við fjölskyldan búum í mjög opinni 100m2 íbúð (engin lokuð herbergi) svo það virðist vera vonlaust að byrja bruggun fyrr en við erum flutt (við erum að leita að húsi og konan er hrikalega viðkvæm fyrir lykt).
Hér í baunalandi er gömul hefð fyrir heimabruggun sem hefur þó nánast lagst af eftir að það fóru að birtast frekar ódýr vín í verslunarkeðjunum. Hér er hægt að kaupa 3 lítra rauðvínsbelju á allt niður í 90+ dkr svo menn hafa varla nennt að standa í þessu. Það eru samt til verslanir sem selja startkitt og vínkitt og tilheyrandi svipað og áman blessuð á íslandi, en margar verslanirnar eru eingöngu netverslanir.
Ég er mest spenntur fyrir rauðvínsgerð, næst á eftir kemur berja og ávaxta vín af öllum gerðum. Varðandi rauðvínið langar mig mikið að byggja mér upp góðann lager af vínum sem hafa náð góðri öldrun, svo planið er að keyra með 2 laganir í einu mjög þétt fyrsta árið og leyfa víninu að eldast í 5 lítra karboya í amk ár (passar fínt til að tappa yfir í 5 lítra bag-in-a-box). Varðandi berjavín hefur mig einna mest langað að prufa að búa til bláberjavín. Hér á sjálandi er víst þvímiður ansi takmörkuð bláberjaspretta, en ég gæti þó alveg skotist í berjatínsluferð til svíþjóðar, þar eru skógarnir víst löðrandi í berjum í ágúst mánuði.
Ég hef bruggað áður, en aðallega í smáskömtum og eiginlega af rælni. Ég hef prufað að brugga vín, gambra og bjór og sem unglingur bruggaði ég eitthvað sull sem best mætti líkja við rúðupiss (passaði ekki upp á hreinlætið).

Ég hef legið og lurkað á fagun í sirka mánuð og ákvað að skrá mig þó ég sé ekki tæknilega séð byrjaður, ég vona að það komi ekki að sök að ég sé ekki búsettur á eyjunni okkar fögru.

Ég hef hugsað mér að byrja með klassík, sitthvorann 28 flösku cab og merlot í rauðvíni, 6 flösku bláberja og jarðarberja í ávaxtavínum og færa mig svo eitthvað upp á skaftið eftir sem ég læri meira. Ég reikna þó tæplega með að geta byrjað fyrr en einhverntíman eftir áramót.

Það væri gott að heyra hvaða reynslu menn hafa af bulk aging, mér skilst á winemakermag að það sé í fínu lagi svo framarlega sem maður leyfir því að eldast í gleri en ekki í plasti.
User avatar
bergrisi
Undragerill
Posts: 948
Joined: 27. Apr 2011 23:24
Location: Keflavík

Re: Verðandi bruggari

Post by bergrisi »

Velkominn og gaman að heyra menn erlendis taka þátt. Við erum með nokkra erlendis td. í usa og einn virkur í Danmörku.

Ég hef verslað við http://www.maltbazaren.dk/shop/frontpage.html" onclick="window.open(this.href);return false;" onclick="window.open(this.href);return false;, en þar keypti ég suðupottinn minn.

Ég lærði mikið af þessum http://humleland.dk/" onclick="window.open(this.href);return false;" onclick="window.open(this.href);return false; en þetta er heimabruggari sem er nú farinn að gera bjór á almennan markað. Gamla síðan hans er hér. http://www.humleland.dk/roedderne/" onclick="window.open(this.href);return false;" onclick="window.open(this.href);return false;

Gangi þér vel í sportinu.
Með vinsemd og virðingu
Rúnar
Á flöskum allt frá ljúfum lagerum til rífandi RIS
User avatar
helgibelgi
Undragerill
Posts: 773
Joined: 6. Nov 2010 22:29
Location: Reykjavík, Iceland
Contact:

Re: Verðandi bruggari

Post by helgibelgi »

Velkominn á spjallið! :fagun:
olibaker
Villigerill
Posts: 10
Joined: 15. Aug 2013 06:45

Re: Verðandi bruggari

Post by olibaker »

Kærar þakkir báðir.

Takk fyrir tipsið, ég var einmitt búinn að renna við á maltbazaren einhverntíman með fyrrverandi vinnufélaga mínum, hans ástfóstur við að brugga sér bjór æsti eiginlega upp í mér vínbruggunarpúkann. Takk líka fyrir humleland, gaman að sjá að einhver hefur stigið skrefi lengra og komist svo langt að vilja gera þetta að einhversskonar atvinnu. Það eru nokkrir fleiri staðir sem ég hef fundið, t.d. http://things-4-you.dk/ og http://www.vinolhobby.dk/

Nú hlakka ég bara mest til að geta byrjað, við erum að fara að skoða tvö hús um helgina, svo ég vona að það styttist í að ég geti lagt í fyrstu lögn. Ég hef séð á spjallinu hérna að menn eru að brugga berjavín og ég rakst á að það væru til kitt með bláberja-concentrate hér: http://www.vinsæt.dk/shop/blaabaer-vin-12-1629p.html
Post Reply