Nýr meðlimur

Hér kynna meðlimir þessa spjallborðs sig sjálfir. Allir eru velkomnir í hópinn.
Post Reply
vitti12
Villigerill
Posts: 2
Joined: 28. Aug 2013 10:43

Nýr meðlimur

Post by vitti12 »

Sæl öll

Takk fyrir að leyfa mér að vera hluti af spjallinu! Þetta verður án efa skemmtileg reynsla.

Ég hef ákveðið að prufa að brugga smá bjór og þar sem ég hafði ekki hugmynd um hvernig ferlið væri að þá keypti ég í Ámann byrjenda kit með fötu og öllu tilheyrandi og svo svona Coopers IPA til að byrja með. Verður gaman að sjá hvernig minn fyrsti bjór kemur út.

Langaði kannski til að spyrja hvort þið hefðuð gert þetta öðruvísi en ég? Og hvernig ykkar fyrsta brugg var?

Ég fór bara eftir því sem kallinn í Ámann sagði og hellti Coopers dollunni út í og svo kg af "Brewing Sugar". Prufaði að gera þetta eftir bókinni til að byrja með og svo kannski fer maður að setja þetta saman sjálfur þegar maður er komin með meira sjálfstraust :)

Kv.
Heizenberg
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Nýr meðlimur

Post by hrafnkell »

Velkominn!

Það eru líklega flestir sem byrja einmitt svona, en reyndar flestir (allir?) sem tala um það eftirá að þeir hefðu viljað sleppa þessu skrefi og hoppa beint í allgrain og væru aldrei sáttir við bjórinn sem úr kom. Það eru til nokkrar leiðir til að gera coopers kittin drykkjarhæf, leyfi kannski öðrum sem hafa meiri reynslu af þeim að lýsa því.

Kosturinn við fyrsta bjór sem maður gerir er að maður er frekar umburðarlyndur gagnvart honum þannig að endilega opna hann með opnum huga og vera ánægður með afraksturinn :)
User avatar
helgibelgi
Undragerill
Posts: 773
Joined: 6. Nov 2010 22:29
Location: Reykjavík, Iceland
Contact:

Re: Nýr meðlimur

Post by helgibelgi »

Velkominn á spjallið og til hamingju með fyrsta skrefið!

Þessi dósakit úr ámunni eru ágæt fyrstu skref. Bjórinn mun þó að öllum líkindum ekki verða neitt meistaraverk. En maður verður að byrja einhvers staðar og þú færð amk að læra nokkur mikilvæg atriði eins og t.d. hreinlæti og gerjunarferlið (og þolinmæði).

Sjálfur byrjaði ég á tveimur dósakitum úr Ámunni. Bara kit+kíló. Svo fór ég beint út í all grain bruggun eftir það. Í rauninni er skrefið úr dósakitunum yfir í all grain ekki það erfitt, sérstaklega ef þú velur að nota Brew In A Bag (BIAB) aðferðina. En gæðamunurinn er svakalegur!
User avatar
bergrisi
Undragerill
Posts: 948
Joined: 27. Apr 2011 23:24
Location: Keflavík

Re: Nýr meðlimur

Post by bergrisi »

Velkominn.
Flestir byrja svona og leiðin liggur bara uppávið.
Gangi þér vel.
Með vinsemd og virðingu
Rúnar
Á flöskum allt frá ljúfum lagerum til rífandi RIS
gm-
Gáfnagerill
Posts: 317
Joined: 21. Jan 2013 17:22
Location: Hafnafjörður

Re: Nýr meðlimur

Post by gm- »

Velkominn í sportið!

Því miður er erfitt að ná þokkalegum bjór útúr þessum kittum og mér finnst þau alltaf bragðast eins og cider, enda alltof mikill hreinn sykur í þeim. Það er hægt að ná drykkjarhæfum bjór úr þeim með að sjóða 2 saman með slatta af humlum og dry malt extract, en þá gætiru alveg eins farið í all-grain.

Það (eina?) góða við þessi kit er það að þau koma manni á bragðið og kenna manni réttu handtökin við þrif og sótthreinsun.
vitti12
Villigerill
Posts: 2
Joined: 28. Aug 2013 10:43

Re: Nýr meðlimur

Post by vitti12 »

Takk fyrir þessi góðu ráð! Ég kem til með að prufa þetta og svo tek ég næsta skref og færi mig yfir í að gera þetta frá grunni.

Datt nú inn á brew.is (sem er flott síða) og skoðaði aðeins úrvalið þar, vissi ekki af henni...Hvar eru þið aðallega að fá ykkar hráefni og svona?
rdavidsson
Gáfnagerill
Posts: 262
Joined: 25. Jan 2012 10:31

Re: Nýr meðlimur

Post by rdavidsson »

vitti12 wrote:Takk fyrir þessi góðu ráð! Ég kem til með að prufa þetta og svo tek ég næsta skref og færi mig yfir í að gera þetta frá grunni.

Datt nú inn á brew.is (sem er flott síða) og skoðaði aðeins úrvalið þar, vissi ekki af henni...Hvar eru þið aðallega að fá ykkar hráefni og svona?
Ég myndi giska á að 90-95% fólks hérna inn á Fágun kaupir hjá Hrafnkeli (brew.is), hann er með ALLT sem þú þarft fyrir all grain og á góðu verði !
Í gerjun: Dubbel
Á flöskum:
Á kút: Saison, Sænski IPA, Hveitibock
Á næstunni: Westvleteren 12
gugguson
Gáfnagerill
Posts: 215
Joined: 26. Mar 2011 14:55
Location: Reykjavik

Re: Nýr meðlimur

Post by gugguson »

Ég persónulega fór beint í all grain, prófaði aldrei extract kit.
Brew.is er með allt sem þú þarft, m.a.s. start pakka sem ætti að vera nægilegur til að gera góðan bjór i all grain (brew in a bag). Ég fór sjálfur í stálpott með elementi og fékk ómetanlega hjálp hjá Hrafnkatli í brew.is.
Hann er með þetta á góðu verði þannig að ég myndi taka skrefið fyrr en síðar ef þú ert að finna þig í þessu.
vitti12 wrote:Takk fyrir þessi góðu ráð! Ég kem til með að prufa þetta og svo tek ég næsta skref og færi mig yfir í að gera þetta frá grunni.

Datt nú inn á brew.is (sem er flott síða) og skoðaði aðeins úrvalið þar, vissi ekki af henni...Hvar eru þið aðallega að fá ykkar hráefni og svona?
Gerandi Bruggfélag

Næst: Carlsberg Clone, Biere de Garde, Hlemmur
Í gerjun: Dubbel úr BCS, Hlemmur III (Irish red)
Á flösku: Fölvi (Þurrhumlaður Pale Ale)
Post Reply