Bruggbyrjun

Hér kynna meðlimir þessa spjallborðs sig sjálfir. Allir eru velkomnir í hópinn.
Post Reply
eia
Villigerill
Posts: 1
Joined: 12. Aug 2013 12:02

Bruggbyrjun

Post by eia »

Sælir gerjunarmeistarar,

eftir að hafa verið ákveðinn í að brugga í nokkuð langan tíma án þess að neitt gerðist þá loksins tók ég stóra skrefið um daginn og verslaði byrjendapakkann af brew.is. Ég var að setja fyrstu lögn (BeeCave) á flöskur núna í gær og þá er bara að bíða þar til árangurinn kemur í ljós.

Ég er mikill áhugamaður um bjór en svo finnst mér einnig mjög gaman að smíða, eyddi síðustu helgi í að smíða nokkra bjórkassa og er núna með hausinn fullan af hugmyndum um hitastýrðan skáp fyrir gerjunina. Flott að finna áhugamál sem sameinar mikið af því sem maður hefur gaman af...

kveðja
-eyjo
User avatar
bergrisi
Undragerill
Posts: 948
Joined: 27. Apr 2011 23:24
Location: Keflavík

Re: Bruggbyrjun

Post by bergrisi »

Velkominn.
Með vinsemd og virðingu
Rúnar
Á flöskum allt frá ljúfum lagerum til rífandi RIS
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Bruggbyrjun

Post by hrafnkell »

Velkominn. Það er eitt það skemmtilegasta við hobbýið finnst mér; að fá að smíða allskonar græjur :)
User avatar
helgibelgi
Undragerill
Posts: 773
Joined: 6. Nov 2010 22:29
Location: Reykjavík, Iceland
Contact:

Re: Bruggbyrjun

Post by helgibelgi »

Velkominn í hópinn!

Endilega kíktu við á mánudagsfundi (til dæmis í kvöld kl. 20:30 á kex).
User avatar
æpíei
Undragerill
Posts: 825
Joined: 14. Dec 2012 21:46

Re: Bruggbyrjun

Post by æpíei »

Hlakka til að fá smakk!

Kv, Siggi :beer:
gugguson
Gáfnagerill
Posts: 215
Joined: 26. Mar 2011 14:55
Location: Reykjavik

Re: Bruggbyrjun

Post by gugguson »

Velkominn Eyjó.
Gerandi Bruggfélag

Næst: Carlsberg Clone, Biere de Garde, Hlemmur
Í gerjun: Dubbel úr BCS, Hlemmur III (Irish red)
Á flösku: Fölvi (Þurrhumlaður Pale Ale)
Post Reply