Ölvar Brugghús

Hér kynna meðlimir þessa spjallborðs sig sjálfir. Allir eru velkomnir í hópinn.
Post Reply
User avatar
arnier
Villigerill
Posts: 12
Joined: 14. Apr 2013 01:34

Ölvar Brugghús

Post by arnier »

Sæl öll,

Árni heiti ég og er nýliði í þessu, lagði í mína fyrstu lögn í maí á þessu ári og er núna með þá fimmtu í gerjun. Þetta er dásamleg skemmtun (nema að þvo flöskur) og allt svo æðislega gott sem að maður gerir :)

Ég er í smálögnum, er með 10 lítra pott sem ég sýð í á eldavélinni heima. Til að ná sem bestri nýtni á pottinum þá meskja ég í c.a. 8,5 lítrum í pottinum og geri svo "dunk sparge" með 3,5-4,0 lítrum í fötu. Þetta gengur allavegana hjá mér en þetta er allt drekkanlegt :) Nýtnin hjá mér hefur verið í kringum 65% sem er kannski ekkert gott en ég næ því ekki mikið ofar.

Brugghúsið fékk nafnið Ölvar, sem þýðir "sá sem fer vel með áfengi", og hefur framleitt eftirfarandi bjóra:
Nr.1 – Bastarður.........American IPA
Nr.2 – Glópagull..........American Pale Ale
Nr.3 – Djöfulgangur.....Kolsch
Nr.4 – ÞRENN-A..........American Amber Ale
Nr.5 – Öðlingur...........English IPA

Og svo eru margið aðrir i pípunum :)
Framleiðslulínan
Framleiðslulínan
2013-07-23 20.47.27.jpg (669.81 KiB) Viewed 25676 times
User avatar
æpíei
Undragerill
Posts: 825
Joined: 14. Dec 2012 21:46

Re: Ölvar Brugghús

Post by æpíei »

Þetta er stórfenglegt allt saman: metnaðurinn, drifkrafturinn, stílarnir sem þú velur og miðarnir maður! :beer:
User avatar
bergrisi
Undragerill
Posts: 948
Joined: 27. Apr 2011 23:24
Location: Keflavík

Re: Ölvar Brugghús

Post by bergrisi »

Virkilega flott hjá þér. Velkominn í Sportið.
Með vinsemd og virðingu
Rúnar
Á flöskum allt frá ljúfum lagerum til rífandi RIS
User avatar
helgibelgi
Undragerill
Posts: 773
Joined: 6. Nov 2010 22:29
Location: Reykjavík, Iceland
Contact:

Re: Ölvar Brugghús

Post by helgibelgi »

Þetta eru geðveikt flottir miðar hjá þér!

Velkominn í hópinn!
User avatar
arnier
Villigerill
Posts: 12
Joined: 14. Apr 2013 01:34

Re: Ölvar Brugghús

Post by arnier »

Það er stór partur af skemmtuninni að finna bjórunum nafn og gera miða :) Það var hinsvegar ekki ætlunin að leggja svona mikið í þetta, en þegar maður gefur frá sér þá er gaman að hafa þetta sæmilega útlítandi.

Hérna er uppkastið að nr.5
Nr.5 - Öðlingur.jpg
Nr.5 - Öðlingur.jpg (1001.52 KiB) Viewed 25613 times
User avatar
æpíei
Undragerill
Posts: 825
Joined: 14. Dec 2012 21:46

Re: Ölvar Brugghús

Post by æpíei »

arnier wrote:Það er stór partur af skemmtuninni að finna bjórunum nafn og gera miða :)
Gæti ekki verið meira sammála!
Maggi
Gáfnagerill
Posts: 172
Joined: 22. Sep 2011 15:34

Re: Ölvar Brugghús

Post by Maggi »

Gaman að þessu. Flottir miðar og skemmtileg nöfn.
User avatar
arnier
Villigerill
Posts: 12
Joined: 14. Apr 2013 01:34

Re: Ölvar Brugghús

Post by arnier »

Búinn að smakka Öðling og er mjög ánægður með hann :D

Ákvað líka að taka þetta skrefinu lengra og stofnaði facebook síðu fyrir brugghúsið, ætla að vera duglegur að setja inn þar hvað ég er að fást við :fagun:

https://www.facebook.com/olvar.brugghus
User avatar
Plammi
Gáfnagerill
Posts: 269
Joined: 24. Mar 2012 14:09

Re: Ölvar Brugghús

Post by Plammi »

arnier wrote:Búinn að smakka Öðling og er mjög ánægður með hann :D

Ákvað líka að taka þetta skrefinu lengra og stofnaði facebook síðu fyrir brugghúsið, ætla að vera duglegur að setja inn þar hvað ég er að fást við :fagun:

https://www.facebook.com/olvar.brugghus
Haha, gerði það sama fyrir nokkru síðan, hef samt ekki þorað að segja fólki frá því :p

https://www.facebook.com/HansKlaufiBrugghus
Í gerjun:
Á flöskum/Kút: Very Hoppy Saison
Næst á dagskrá: Zombie, Hádurtur I revisited
Hans Klaufi á FB
Funkalizer
Kraftagerill
Posts: 90
Joined: 18. Jun 2013 23:02

Re: Ölvar Brugghús

Post by Funkalizer »

Talandi um miða og ef ég má forvitnast:
Hvernig vinnur þú miðana (forrit, template, stærðir o.þ.h.)?
Fylltist nefnilega sjálfur gríðarlegum metnaði þegar ég byrjaði (og áður en ég var kominn með fyrsta bjór í gerjun) en datt eiginlega á andlitið með hann og hef ekkert gert síðan.
User avatar
arnier
Villigerill
Posts: 12
Joined: 14. Apr 2013 01:34

Re: Ölvar Brugghús

Post by arnier »

@Plammi, það er bara svo gaman að vera bjórnörd að maður verður að deila því með öðrum :D

@Funkalizer, ég vinn miðana í Photoshop (sem ég kann ekkert á) Miðarnir eru 8x12 cm og prentaðir á venjulegan pappír með laser prentara, klipptir út og límdir á með mjólk.
JoiEiriks
Villigerill
Posts: 18
Joined: 14. Apr 2013 03:01

Re: Ölvar Brugghús

Post by JoiEiriks »

Gríðarlegur stæll á þessu hjá þér og gerir það að verkum að manni finnst að þetta verð maður að gera. Ég komst í flöskumiða á netinu en þeir eru ekki svona frumlegir eins og maður sér hjá þér. Til lukku með þetta allt !!
Jóhann Eiríksson

Ölkelda brugghús.


Í gerjun: Citra IPA
Á flöskum: Citra IPA, English Bitter, Dry Stout, Belgian Strong Ale
Á kútum: kaupa keg system
Framundan: Dubbel, Saison
Post Reply