Enn einn bruggarinn

Hér kynna meðlimir þessa spjallborðs sig sjálfir. Allir eru velkomnir í hópinn.
Post Reply
BaldurKn
Villigerill
Posts: 14
Joined: 12. Jun 2013 16:23

Enn einn bruggarinn

Post by BaldurKn »

Ég er kannski ekki alveg nýr í brugginu, hef verið að dunda mér við þetta í 2-3 ár og lagt í um 20 lagnir. En mér fannst tími til kominn að alla vega kynna mig og kannski get ég farið að deila smá reynslusögum sem virka svo ræfilslegar í samanburði við ykkur flesta hér.

Hingað til hef ég mikið notað fagun.is, brew.is og beersmith.com mér til fróðleiks og þá eingöngu verið að lesa en ekkert skrifað. Ég lifi nefnilega eftir mottóinu ef þú hefur ekkert fróðleiksbætandi að segja þeygiðu þá :D

Ég er mikill humla elskandi og leiðist ekki IPA-humla orgy-jur. Þar eru Úlfur og Úlfur-Úlfur mjög vinsælir hjá mér og hef ég sett í ófáar blöndur af Tri-Centennial IPA frá brew.is. Þegar aðstaðan hefur verið uppfærð og ég kominn með dedicated bjór-ískáp í bílskúrinn þá langar mig að reyna við humlaðan lager bjór en Bríó er þar í sérflokki.

Ég er með eina lögn af Brúðkaupsöli Úlfars á flöskum og Reyktan súkkulaði Porter í gerjun. Næsta lögn verður klárlega aukning á Brúðkaupsöls lagerinn þar sem að sá bjór er að koma sér langleiðina inn á top 5 hjá mér og mínu heimafólki og gengur því hratt út.

Bjórkveðjur,
Baldur
User avatar
helgibelgi
Undragerill
Posts: 773
Joined: 6. Nov 2010 22:29
Location: Reykjavík, Iceland
Contact:

Re: Enn einn bruggarinn

Post by helgibelgi »

Velkominn á spjallið! :skal:
User avatar
bergrisi
Undragerill
Posts: 948
Joined: 27. Apr 2011 23:24
Location: Keflavík

Re: Enn einn bruggarinn

Post by bergrisi »

Velkominn.
Með vinsemd og virðingu
Rúnar
Á flöskum allt frá ljúfum lagerum til rífandi RIS
Post Reply