Caribou Slobber Brown Ale

Hér kynna meðlimir þessa spjallborðs sig sjálfir. Allir eru velkomnir í hópinn.
Post Reply
Funkalizer
Kraftagerill
Posts: 90
Joined: 18. Jun 2013 23:02

Caribou Slobber Brown Ale

Post by Funkalizer »

Sælir krakkar

Var að detta inn sem notandi hérna þó ég hafi nú við og við kíkt inn síðan ég frétti af þessum spjallvetvangi.
Byrjaði að fikta við víngerð fyrir c.a. 20 árum og lagði nokkrum sinnum í hvítvín áður en ég hætti (fór í pásu) fyrir c.a. 18,5 árum ;)

Núna er ég að vinna með einum sem er nokkuð duglegur að brugga, að sjálfsögðu kveikti það aftur í manni og nú er svo komið að maður er farinn að viða að sér aðföngum fyrir fyrstu lögn sem verður vonandi Caribou Slobber Brown Ale.
Fann hann inni á northernbrewer.com, leist vel á og komst að því stuttu seinna að ekki eitt hráefni í original uppskriftinni er til hér á landi... nema gerið.

Sem betur fer er Hrafnkell með snilldar töflu inni á brew.is sem gerir manni lífið auðveldara að finna hráefnis "staðgengil" og nú er ég kominn með nokkuð góða hugmynd um hvernig á að standa að þessum eðal bjór:

Malt:
Pilsner (Premium) í stað 2-row Pale
CaraMunich III í stað Briess Caramel 60L
Carafa (Special) I í stað Fawcett Pale Chocolate
Carafa (Special) III í stað English Black Malt

Humlar:
East Kent Goldings í stað US Goldings
Hallertau í stað Liberty
Fuggles í stað Willamette

Í listann vantar þó staðgengil fyrir Briess Caramel 80L (það er ekki í töflunni hans Hrafnkells, damnit).

Og þar með verður sjálfskynning mín að minni fyrstu spurningu :)
Hvaða malt mynduð þið nota í stað Caramel 80?
Ég var að skjóta á að nota bara CaraMunich III fyrir það líka, eins og Caramel 60, en er pínu óöruggur með það.

Hvað segið þið?
Go, or no go ? :)

Kveðja,
Gunnar

p.s.
Uppskriftin af Caribou Slobber Brown Ale
Taflan hans Hrafnkells
drekatemjari
Kraftagerill
Posts: 71
Joined: 18. Dec 2012 02:37

Re: Caribou Slobber Brown Ale

Post by drekatemjari »

Þú getur substitutað Caramalt 80L með meira caramunich 3 (60L) og smá caraaroma (115-150L). Eða bara einfaldlega notað caramunich 3 í staðin. Þetta mun ekki skipta miklu máli 60L eða 80L í lokaútkomunni.
Ég byrjaði á því að vera óskaplega mikið að spá í maltbill þegar ég byrjaði en hef svo tileinkað mér mottóið Less is More og notast við einfaldari uppskriftir eins og Jamil Zainasheff er að nota í flesta sína bjóra.

Muna bara að hrista vel í Virtinum eftir kælingu og passa að leyfa gerjunarfötunni ekki að rísa yfir 19-20 gráður í hæsta lagi (td. með því að klæða tunnuna í blautan bol) þar sem gerjunin getur gefið frá sér mikinn hita þegar mest gengur á og tunnan þannig stigið nokkrar gráður yfir herbergishita sérstaklega ef ekki er góð loftræsting(margir nota geymslu eða skápa undir gerjun.) Þetta er eitthvað sem tók mig uþb 10 laganir að komast að og hefur bætt bjórinn minn helling.
drekatemjari
Kraftagerill
Posts: 71
Joined: 18. Dec 2012 02:37

Re: Caribou Slobber Brown Ale

Post by drekatemjari »

Annars hljómar þetta bara mjög vel nema ég myndi nota Pale malt í staðin fyrir pilsner í Brown ale. Pilsner maltið geturðu notað til að ná ennþá ljósari bjór en þess þarf ekki í brown ale og þá sleppurðu við að sjóða í 90 mín eins og þarf að gera við pilsner maltið.
Funkalizer
Kraftagerill
Posts: 90
Joined: 18. Jun 2013 23:02

Re: Caribou Slobber Brown Ale

Post by Funkalizer »

drekatemjari wrote:Annars hljómar þetta bara mjög vel nema ég myndi nota Pale malt í staðin fyrir pilsner í Brown ale. Pilsner maltið geturðu notað til að ná ennþá ljósari bjór en þess þarf ekki í brown ale og þá sleppurðu við að sjóða í 90 mín eins og þarf að gera við pilsner maltið.
Þetta hefur maður upp úr því að rýna of mikið í töflur; pale ale var ekki í henni og því ekki til í minni ferköntuðu veröld :)
Takk fyrir pointerinn!
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Caribou Slobber Brown Ale

Post by hrafnkell »

Funkalizer wrote:
drekatemjari wrote:Annars hljómar þetta bara mjög vel nema ég myndi nota Pale malt í staðin fyrir pilsner í Brown ale. Pilsner maltið geturðu notað til að ná ennþá ljósari bjór en þess þarf ekki í brown ale og þá sleppurðu við að sjóða í 90 mín eins og þarf að gera við pilsner maltið.
Þetta hefur maður upp úr því að rýna of mikið í töflur; pale ale var ekki í henni og því ekki til í minni ferköntuðu veröld :)
Takk fyrir pointerinn!
Það er í henni núna :)
Post Reply