Toggi Tjö

Hér kynna meðlimir þessa spjallborðs sig sjálfir. Allir eru velkomnir í hópinn.
Post Reply
User avatar
toggitjo
Villigerill
Posts: 10
Joined: 2. May 2013 22:29

Toggi Tjö

Post by toggitjo »

Sælir félagar.

Ég er 29 ára nýgræðingur í bjórgerð. Ég er tölvunarfræðingur, en vinn sem kokkur og hef gert undanfarin 10 ár eða svo. Fyrir nokkrum árum startaði ég mínum fyrsta súr og byrjaði súrdeigsbakstur. Allar götur síðan hef ég verið heltekinn af gerlum. Næsta rökrétta skref var auðvitað að byrja að brugga bjór, og nota það sem fellur til í brauðbakstur.

Ég lagði í minn fyrsta bjór um daginn, kitbjór frá Ámuni til að átta mig aðeins á ferlinu og hvar og hvernig best væri að fella þetta að umhverfinu hérna heima. Ég er hægt og sígandi að sanka að mér tækjum, tólum og þekkingu til þess að hefja "all grain" bruggun og samhliða því tilraunastarfsemi í brauðgerð.

Kv Toggi
Bjór
Brauð

byrjar allt það bezta á bé ?
hjaltibvalþórs
Villigerill
Posts: 47
Joined: 5. Nov 2012 15:46

Re: Toggi Tjö

Post by hjaltibvalþórs »

Glæsilegt, velkominn!
User avatar
helgibelgi
Undragerill
Posts: 773
Joined: 6. Nov 2010 22:29
Location: Reykjavík, Iceland
Contact:

Re: Toggi Tjö

Post by helgibelgi »

Velkominn í hópinn :beer:
User avatar
bergrisi
Undragerill
Posts: 948
Joined: 27. Apr 2011 23:24
Location: Keflavík

Re: Toggi Tjö

Post by bergrisi »

Vertu velkominn og vertu duglegur að spyrja hér. Menn luma á ýmsum fróðleik.
Með vinsemd og virðingu
Rúnar
Á flöskum allt frá ljúfum lagerum til rífandi RIS
Proppe
Kraftagerill
Posts: 113
Joined: 24. May 2012 00:29

Re: Toggi Tjö

Post by Proppe »

Það var mikið...
gm-
Gáfnagerill
Posts: 317
Joined: 21. Jan 2013 17:22
Location: Hafnafjörður

Re: Toggi Tjö

Post by gm- »

Velkominn :skal:

Hef einmitt bakað nokkur brauð úr afgangskorninu, hefur yfirleitt komið vel út. Það var samt ekkert sérstakt þegar ég notaði korn úr svörtum IPA, alltof ristað.
Post Reply