Mummi er bruggari!

Hér kynna meðlimir þessa spjallborðs sig sjálfir. Allir eru velkomnir í hópinn.
Post Reply
Mummi
Villigerill
Posts: 14
Joined: 16. Apr 2013 12:12

Mummi er bruggari!

Post by Mummi »

Sæl öll,

Ég heiti Mummi og er nýbyrjaður í brugginu (28. mars á þessu ári). Ég er ekki alveg viss hvernig ég fór að fá áhuga á þessu en ég er mikill dellumaður að eðlisfari og er t.d. áhugamaður um eldhúshnífa, matargerð, axir, veiði, kaffilögun o.fl. dót sem hægt er að skoða á netinu.
Það getur samt verið að bakterían hafi kviknað þegar ég fékk tvær flöskur af heimabruggi að gjöf frá Úlfari frænda mínum sem er að ég held stofnmeðlimur hér. Ég held það hafi verið Brúðkaupsölið fyrir um tveimur eða þremur árum síðan. Takk Úlfar.
Maður er auðvitað búinn að lesa flesta þræði hér og skoða ýmislegt á netinu (Brewing TV).
Jamm. Ég brugga í eldhúsinu á eldavélinni í 50 lítra risapotti með netapoka. Er með tvær laganir undir belti mínu, Tri-centennial IPA uppskrift frá Hrafnkeli og einhverskonar Fuller's London Porter klón, en kornið í hann kemur auðvitað líka frá brew.is sem og flest dótið sem ég nota. Hrafnkell á skilið bestu þakkir fyrir hjálpsemi og góða díla. Takk. Einnig hlýnar mér oft um hjartarætur þegar ég les pósta hér á Fágun og greinilegt að bruggsamfélagið hér (eins og allsstaðar í heiminum held ég) er vingjarnlegt umhverfi. Hlakka til frekari samskipta.

Mummi
tryggvib
Villigerill
Posts: 22
Joined: 4. Apr 2013 09:31

Re: Mummi er bruggari!

Post by tryggvib »

Velkominn í hópinn og gangi þér vel með framtíðarlaganir!
User avatar
bergrisi
Undragerill
Posts: 948
Joined: 27. Apr 2011 23:24
Location: Keflavík

Re: Mummi er bruggari!

Post by bergrisi »

Velkominn dellukall.
Kveðja frá öðrum dellukalli.
Með vinsemd og virðingu
Rúnar
Á flöskum allt frá ljúfum lagerum til rífandi RIS
User avatar
helgibelgi
Undragerill
Posts: 773
Joined: 6. Nov 2010 22:29
Location: Reykjavík, Iceland
Contact:

Re: Mummi er bruggari!

Post by helgibelgi »

Velkominn í hópinn!

50 lítra pottur á hellu hljómar soldið stórt. Hvernig hellu ertu með? Ég næ rétt að sjóða 16 lítra á stærstu hellunni minni.
Mummi
Villigerill
Posts: 14
Joined: 16. Apr 2013 12:12

Re: Mummi er bruggari!

Post by Mummi »

Takk fyrir kveðjurnar herramenn.
Jú, 50 lítra potturinn lítur út fyrir að vera næstum jafn stór og eldavélin og það getur tekið tíma að ná upp suðu. Ég er bara með svona venjulega eldavél með fjórum keramikhellum. Það sem ég geri er að ég fer að ráðum reyndra manna hér ( Bergrisi / Rúnar held ég að hafi sagt frá þessu trikki) og hjálpa meskivatninu að hitna með hitaspíral (kælispírallinn notaður með heitu vatni úr krana) auk þess að hita það á hellunni. Til að ná suðunni þá bara blasta ég á öllum fjórum hellum og potturinn stendur á þeim öllum. Stundum færi ég pottinn yfir á eina af stóru hellunum til að fá smá hita í miðjuna.
Niðurstaðan er: Meskivatnið ( ca. 15 lítrar núna síðast, en 27 lítrar í fyrstu lögun) er tiltölulega fljótt að hitna með hjálp hitaspírals (ekki nauðsynlegt samt) en suðan er aðeins lengur að koma, enda er þá komið allt það vatnsmagn sem verður í uppskriftinni, 23-5 lítrar. Ég man bara ekki alveg hvað það tekur langan tíma að hita virtinn frá mash out í 77 gráðum upp í suðu, gæti verið alveg 20 mín eða hálftími.
Post Reply