Árni Long

Hér kynna meðlimir þessa spjallborðs sig sjálfir. Allir eru velkomnir í hópinn.
Post Reply
User avatar
arnilong
Gáfnagerill
Posts: 259
Joined: 5. May 2009 20:30

Árni Long

Post by arnilong »

Blessaðir félagar og gestir,

Árni Long heiti ég, 24 ára, bý í vesturbænum og geri minn eigin bjór :massi:

Búinn að vera hér á spjallinu frá upphafi, var að fatta að ég ætti kannski að kynna mig. Ég var þó búinn að því á upphaflegu fágunarsíðunni. Ég er búinn að vera í all-grain bjórgerð síðan veturinn 2004-2005. Ég hef mikið reynt að nota bjórgerðina til að kynnast betur stílum sem hafa ekki verið í boði hér á landi og er sérlega mikill áhugamaður um lambic (óblandaða, blandaða og ávaxtabætta). Stoltið mitt um þessar mundir er einmitt lambic sem ég lagði í 2007, fyrir viku henti ég í hann nokkrum kílóum af íslenskum aðalbláberjum frá vestfjörðum.

Brugghúsið mitt er mjög einfalt en virkar mjög vel fyrir mig, ég viðurkenni það fúslega, ég er ekki mikill græjukall. 25 lítra pottur, suða fer fram á eldavélahellunni(ég er alveg furðufljótur að ná upp suðu), kælibox með klósettslöngutengi, Nýtni hjá mér er um 80% ef ég meskja við 68°C, 3/8 koparkælispírall sem kælir virtinn á 10-15 mín. Ég er alltaf á leiðinni að fá mér stærri pott, en þegar ég hef verið að gera stóra bjóra á borð við Imperial Stout hef ég alltaf bara gert 12-15 lítra laganir og þá ræður potturinn vel við það.

Ég hef líka verið að gera mjöð en er ekki jafn iðinn við það. Og fíflavín hef ég líka gert með ágætum árangri. Rifsberjavín gerði ég einu sinni og það geri ég líklega aldrei aftur.....

Algjör óþarfi að bjóða mig velkominn, ég veit að ég er það 8-) Hlakka til að hitta sem flesta á framtíðarfundum Fágunar.

:skal:
Í gerjun: Jólaöl 2009
Í þroskun: Bláberjalambic 2007
Í flöskum: Margt
Á næstunni: Rauchbier, Alt og eitthvað belgískt brjálæði
User avatar
halldor
Undragerill
Posts: 770
Joined: 10. May 2009 00:31
Location: Reykjavík

Re: Árni Long

Post by halldor »

Innilega velkominn Árni minn.
Ef þig vantar upplýsingar um eitthvað, þá er bara að spyrja.......
....
...
nei djók :lol:
Plimmó Brugghús
User avatar
Hjalti
Yfirgerill
Posts: 671
Joined: 5. May 2009 13:45
Location: Grafarvogur
Contact:

Re: Árni Long

Post by Hjalti »

hahaha
Jörvi Brauhaus

Að gerjast: Ekkert :(
Að aldrast: Jörvi Jólabjór, ESB - Engin Sérstakur Bjór, Fuck you up IPA, Jörvi Irish Red Ale, Jörvi Real Ale og EdWorts Apfelwein
Að planast: Fyrsti all grain bjórinn.
User avatar
nIceguy
Kraftagerill
Posts: 117
Joined: 12. May 2009 05:23
Location: Århus Danmark
Contact:

Re: Árni Long

Post by nIceguy »

?
Bjórnörd med meiru.
Eftirfarandi sanna mál mitt:
http://www.bjorbok.net/NBIslandsHornid.htm" onclick="window.open(this.href);return false; - Bjór á Íslandi
http://www.bjorbok.net" onclick="window.open(this.href);return false; - bjórsíðan mín
http://www.bjorbok.net/nicebrew.htm" onclick="window.open(this.href);return false; - bruggsíðan mín
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Árni Long

Post by Eyvindur »

!
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
arnilong
Gáfnagerill
Posts: 259
Joined: 5. May 2009 20:30

Re: Árni Long

Post by arnilong »

Í gerjun: Jólaöl 2009
Í þroskun: Bláberjalambic 2007
Í flöskum: Margt
Á næstunni: Rauchbier, Alt og eitthvað belgískt brjálæði
User avatar
Hjalti
Yfirgerill
Posts: 671
Joined: 5. May 2009 13:45
Location: Grafarvogur
Contact:

Re: Árni Long

Post by Hjalti »

Haldið ykkur við efnið drengir....
Jörvi Brauhaus

Að gerjast: Ekkert :(
Að aldrast: Jörvi Jólabjór, ESB - Engin Sérstakur Bjór, Fuck you up IPA, Jörvi Irish Red Ale, Jörvi Real Ale og EdWorts Apfelwein
Að planast: Fyrsti all grain bjórinn.
Post Reply