Gestrisna

Hér kynna meðlimir þessa spjallborðs sig sjálfir. Allir eru velkomnir í hópinn.
Post Reply
tryggvib
Villigerill
Posts: 22
Joined: 4. Apr 2013 09:31

Gestrisna

Post by tryggvib »

Halló,

Ég heiti Tryggvi og var að enda við að kaupa mér bruggsett frá brew.is (takk hrafnkell!) - BIAB bruggsettið er að keyra í gegn sína fyrstu lögun (Bee Cave - sem fylgdi með). Ég hef ákveðið að kalla bruggsettið (og íbúðina mína þegar brugg er í gangi): Gestrisna þar sem planið er að bjóða alltaf einum vini með í bruggunina (ég á svo marga vini sem hafa sagst vilja byrja að brugga en aldrei látið verða af því). Þá splittast hver lögun á tvo/tvö (þótt ég svolgri bjór þá ræð ég örugglega ekki við tilraunastarfsemina), ég fæ fleiri fjölbreytni í úrvalið mitt, hjálp við bruggferlið, bruggferlið verður skemmtilegra og ég næ að kynna fleirum fyrir heimabruggun (fjölga í hópnum).

Ég hef ákveðið að fyrsta lögunin sem er í gangi núna mun fá nafnið: Aleinn (lesist hvernig sem fólk vill: "eilinn", aleinn eða "ale einn"). Ætli ég verði svo ekki að halda áfram að gefa lögunum nafn út frá því hvar þær eru í röðinni (eitthvað með 2 er þá næst).

Sjáum svo hvað ég get fjölgað í hópnum og hver fjölbreytinin verður í úrvalinu mínu (om nom nom eða öllu heldur slurp slurp).
User avatar
helgibelgi
Undragerill
Posts: 773
Joined: 6. Nov 2010 22:29
Location: Reykjavík, Iceland
Contact:

Re: Gestrisna

Post by helgibelgi »

Velkominn í hópinn og til hamingju með fyrsta skrefið!

skál :beer:
User avatar
bergrisi
Undragerill
Posts: 948
Joined: 27. Apr 2011 23:24
Location: Keflavík

Re: Gestrisna

Post by bergrisi »

Velkominn og gangi þér vel með þetta skemmtilega sport.
Með vinsemd og virðingu
Rúnar
Á flöskum allt frá ljúfum lagerum til rífandi RIS
hallhalf
Villigerill
Posts: 18
Joined: 11. Dec 2012 23:29

Re: Gestrisna

Post by hallhalf »

Við ætluðun nú líka að splitta með okkur einni lögun ég og vélstjórinn vinur minn, en við komumst fljótt að því að sökum þess hve bjórinn tókst vel, var nauðsynlegt að stækka lögunina þar sem við náðum ekki að brugga nógu hratt. Nú erum við komnir með sérsmíðan pott eigum í fyrsta skiptið birgðir.

Bestu kveðjur

Halldór, Molastöðum
tryggvib
Villigerill
Posts: 22
Joined: 4. Apr 2013 09:31

Re: Gestrisna

Post by tryggvib »

hallhalf wrote:Við ætluðun nú líka að splitta með okkur einni lögun ég og vélstjórinn vinur minn, en við komumst fljótt að því að sökum þess hve bjórinn tókst vel, var nauðsynlegt að stækka lögunina þar sem við náðum ekki að brugga nógu hratt. Nú erum við komnir með sérsmíðan pott eigum í fyrsta skiptið birgðir.
Já, það verður örugglega þannig líka hjá mér en aðalsportið sem ég sé í þessu er einmitt bruggferlið sjálft og svo smakka á mismunandi tegundum frekar en endilega að safna upp einhverjum birgðum.

Þetta segi ég samt núna... með rúmlega viku í smakk á fyrstu löguninni. Það gæti verið að heimsmyndin breytist við fyrsta sopa ;)
User avatar
bergrisi
Undragerill
Posts: 948
Joined: 27. Apr 2011 23:24
Location: Keflavík

Re: Gestrisna

Post by bergrisi »

Þetta er nefnilega bjórgerðar hobby en ekki bjórdrykkju hobby. Svo fylgir þetta að, nú á ég birgðir en það kemst bara að í hausnum hvað á ég að búa til næst.
Með vinsemd og virðingu
Rúnar
Á flöskum allt frá ljúfum lagerum til rífandi RIS
Post Reply