Sælir bruggarar

Hér kynna meðlimir þessa spjallborðs sig sjálfir. Allir eru velkomnir í hópinn.
Post Reply
User avatar
Simmi
Villigerill
Posts: 8
Joined: 12. Jan 2011 09:25
Location: Hafnarfjörður

Sælir bruggarar

Post by Simmi »

Ég er nýr í bjórgerðinni en hef gert léttvín í nokkur ár. Ég er búinn að fylgjast með spjallinu hérna á Fágun og liggja yfir Youtube myndböndum í nokkra mánuði. Lét svo loksins verða af því að kaupa græjurnar sem mig vantaði uppá fyrir bjórgerðina hjá Brew.is.
Fyrsta lögnin er í gerjun núna sem var auðvitað Bee Cave :) Hitastigið í skúrnum var töluvert lægra en reiknað var með svo alveg óvíst hvað þessi fyrsta tilraun leiðir af sér.

Brugghúsið hefur auðvitað fengið nafn og nefnist það Humlahúsið.

Já og ég er í bruggbænum Hafnarfirði :skal: .
Hlakka til að læra af ykkur reyndari mönnum og konum, vonandi get ég svo veitt nýliðum aðstoð þegar á líður :)

Ps. eru menn ekkert að deila BeerSmith skrám (uppskriftum) hérna á spjallinu?
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Sælir bruggarar

Post by hrafnkell »

Velkominn

Hve köld var gerjunin? Ef hún var yfir 16 gráðum þá er þetta líklega í fínum málum. Tekur bara aðeins lengri tíma. Gefðu honum allavega 15-20 daga í gerjunarfötunni áður en þú setur á flöskur.
User avatar
bergrisi
Undragerill
Posts: 948
Joined: 27. Apr 2011 23:24
Location: Keflavík

Re: Sælir bruggarar

Post by bergrisi »

Velkominn.
Með vinsemd og virðingu
Rúnar
Á flöskum allt frá ljúfum lagerum til rífandi RIS
viddi
Gáfnagerill
Posts: 216
Joined: 28. May 2010 16:21
Location: Hafnarfjörður

Re: Sælir bruggarar

Post by viddi »

Velkominn Simmi. Má til að segja að Humlahúsið framleiðir eitthvert besta marmelaði sem ég hef bragðað. Gangi þér allt í haginn og láttu sjá þig á fundi.
ViTo brugghús
Næst: Tripel
Í gerjun: Saison, Porter
Á kút: APA, Tunnuþroskaður stout
Á flösku: Haugur
Buy a man a beer and he wastes an hour. Teach a man to brew and he wastes a lifetime.
User avatar
Simmi
Villigerill
Posts: 8
Joined: 12. Jan 2011 09:25
Location: Hafnarfjörður

Re: Sælir bruggarar

Post by Simmi »

Takk fyrir það Viddi.. já Humlahúsið gerir marmelaði, vín og nú bjór :)

Hitinn er ekki nema 11-12°, ef ég hefði vitað það fyrir hefði ég bara smellt S-23 í þetta í staðinn.
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Sælir bruggarar

Post by hrafnkell »

Ef þú getur hækkað hitann þá reddast þetta líka alveg... Gerið verður bara ofur latt og fer jafnvel í dvala við svona lágt hitastig.
User avatar
Simmi
Villigerill
Posts: 8
Joined: 12. Jan 2011 09:25
Location: Hafnarfjörður

Re: Sælir bruggarar

Post by Simmi »

Ég ákvað að mæla gravity á þessu áðan og það reyndist vera 1.010 sem kom mér í opna skjöldu.
Smakkið reyndist líka fínt. Frekar mikil humlalykt eins og við var að búast og bragðið bara létt en kannski frekar beiskt.
Þessi fer allavega á flöskur og svo kemur í ljós hvað verður úr honum :) Mér fannst hann frekar skýaður og litlar agnir á sveimi í prufunni.

Image

Image

Ég er annars með tvær spurningar.

1. Ætti ég að smella honum á flöskur núna eða setja í secondary? Þann part af bjórgerðinni hef ég ekki alveg náð. Í víninu er það alltaf gert en finnst eins og menn hafi misjafnar skoðanir á því í bjórnum.

2. Mig langar að fá smá hunangskeim af honum ef það er ekki of seint. Væri hægt að carbonata hann með hunangi í staðinn fyrir sykri? Eða hefur það lítið áhrif á bragðið?
Hann má alveg við því að verða aðeins sætari þar sem hann er í 1.010 ekki satt?

/Simmi
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Sælir bruggarar

Post by hrafnkell »

Flöskur núna. Nota venjulegan sykur, þú finnur engan mun.

Þessi verður líklega verulega crisp og hressandi fyrst hann gerjaðist svona kalt... Kaldara en ég hélt að us05 myndi meika :)
Post Reply