Byrjendabrugg

Hér kynna meðlimir þessa spjallborðs sig sjálfir. Allir eru velkomnir í hópinn.
Post Reply
Buccho
Villigerill
Posts: 4
Joined: 8. Feb 2013 12:58

Byrjendabrugg

Post by Buccho »

Sælir
Ég heiti Brynjar og er byrjandi í brugginu. Ákvað að sleppa extract brugginu og hella mér bara strax í all-grain. Það var vinnufélagi minn hann Kalli, sem er meðlimur í fágun, sem kveikti í áhuga mínum á að brugga. Ég og tveir félagar mínir lögðum okkar fyrstu lögn fyrir áramót og varð Beecave fyrir valinu. Svona eftir bruggun og maður fór að lesa sér meira til þá sá maður hvar maður hefði gert smámistök hér og þar. Það var nú ekkert alvarlegt og smakkaðist hann alveg ágætlega, ég myndi lýsa honum sem þannig að hægt sé að slafra honum í sig ef maður væri að fara á fyllerí :D En maður lærir á því að brugga bara oftar og höfum við ákveðið að leggja í Stout og Bock næst. Keypti gamlar græjur af Kalla og hef verið að sanka hinu og þessu að mér, hitastilla, ísskáp, kælispíral os.frv. Hef mikið lesið hérna á síðunni og fræðst heilan helling og sé að það er gott að leita ráða hérna.

með virðingu,
Brynjar
hjaltibvalþórs
Villigerill
Posts: 47
Joined: 5. Nov 2012 15:46

Re: Byrjendabrugg

Post by hjaltibvalþórs »

Þetta er aldeilis kröftug byrjun. Velkominn!
User avatar
bergrisi
Undragerill
Posts: 948
Joined: 27. Apr 2011 23:24
Location: Keflavík

Re: Byrjendabrugg

Post by bergrisi »

Velkomnir.
Metnaðarfull og skemmtilega byrjun.
Með vinsemd og virðingu
Rúnar
Á flöskum allt frá ljúfum lagerum til rífandi RIS
Post Reply