Nýr og byrjaður að fullum krafti

Hér kynna meðlimir þessa spjallborðs sig sjálfir. Allir eru velkomnir í hópinn.
Post Reply
Agust
Villigerill
Posts: 6
Joined: 10. Jan 2013 10:07

Nýr og byrjaður að fullum krafti

Post by Agust »

Sæl verið þið. Ágúst heiti ég og er byrjandi í bruggun, ég byrjaði að brugga í november seinast liðnum. Ég ákvað að byrja strax í All Grain bruggun og keypti mér startpakka með öllu tilheirandi. Fyrsta bruggið mitt var Bee Cave. Gerjun stóð yfir í um 14 daga, þar af tók við að setja á flöskur og hefur það staðið í 6 vikur. Bjórinn kom svo vel út, og ég var svo ánægður að ég ákvað að fara í það að kaupa mér auka gerjunarfötu og setti í tvær lagnir fyrir viku, þ.e annan bee cave og eina lögn af Tri-centimental.

Áhuginn hefur aukist og er það bara til batnaðar. Bruggið mitt kalla ég Hrafnabjargarbrugg.

Ég hef eina spurnginu. Ég hef verið að sjá á póstum hérna að það sé af og til "fundur". Er það fundur fyrir stjórnendur síðunnar eða er einhvers konar samkoma þeirra sem eru að stunda brugg á Íslandi yfir höfuð.

kv. Ágúst
Á flöskum :
Bee Cave

Í gerjun :
Bee Cave
Tri-centimental
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Nýr og byrjaður að fullum krafti

Post by hrafnkell »

Agust wrote:Ég hef eina spurnginu. Ég hef verið að sjá á póstum hérna að það sé af og til "fundur". Er það fundur fyrir stjórnendur síðunnar eða er einhvers konar samkoma þeirra sem eru að stunda brugg á Íslandi yfir höfuð.
Mánudagsfundirnir eru opnir öllum. Þeir eru venjulega fyrsta mánudag í hverjum mánuði. Þá kemur fólk oft með smakk (eða ekki) og rætt er um bjór, gerjun osfrv.
Agust
Villigerill
Posts: 6
Joined: 10. Jan 2013 10:07

Re: Nýr og byrjaður að fullum krafti

Post by Agust »

Hvar eru þessir fundir og klukkan hvað ? :)
Á flöskum :
Bee Cave

Í gerjun :
Bee Cave
Tri-centimental
User avatar
bergrisi
Undragerill
Posts: 948
Joined: 27. Apr 2011 23:24
Location: Keflavík

Re: Nýr og byrjaður að fullum krafti

Post by bergrisi »

Velkominn og gaman að heyra að þetta gangi vel.

Fundirnir hafa undanfarið verið á Kex og mig minnir að þeir séu klukkan átta en er alltaf vel kynnt fyrir hvern fund.
Með vinsemd og virðingu
Rúnar
Á flöskum allt frá ljúfum lagerum til rífandi RIS
Post Reply