Nýliði í all grain bruggun.

Hér kynna meðlimir þessa spjallborðs sig sjálfir. Allir eru velkomnir í hópinn.
Post Reply
hallhalf
Villigerill
Posts: 18
Joined: 11. Dec 2012 23:29

Nýliði í all grain bruggun.

Post by hallhalf »

Komið þið sælir kæru Fágunarfélagar. Ég hóf minn bjórbruggferil á því að kaupa Cooper´s kit og eins og flestir var ég alls ekki sáttur við útkomuna nema helst á Stout bjórnum. Ég og kunningi minn skelltum okkur á bjórgerðarnámskeið á Hólum í Hjaltadal hjá snillingunum í Bjórsetri Íslands og þá sá ég ljósið. Þrátt fyrir að hafa ekki smakkað enn heimabruggaðan all grain bjór bind ég miklar vonir við hann og við félagarnir ætlum að leggja í Bee cave og American tri-centennial í kvöld. Ég er bæði með kögglaða humla (cascade) og þurrkaða (centennial). Ýmsar heimildir sem ég hef lesið segja að maður eigi að demba humlunum beint út í lögnina, en Hólamenn höfðu humlana (báðar gerðir) í netpokum. Hver er ykkar reynsla af þessu ?

Bestu kveðjur
Halldór G. Hálfdansson
Molastöðum, Fljótum
Proppe
Kraftagerill
Posts: 113
Joined: 24. May 2012 00:29

Re: Nýliði í all grain bruggun.

Post by Proppe »

Velkominn í hópinn, og megi allt þitt öl verða æði.

Ég er vanur að demba þeim bara útí. Hvort heldur ég er að sjóða þá eða þurrhumla.
Þessu fylgir að maður endar með meira botnfall eftir gerjun, nema að ég er vanur að sigta virtinn ofaní gerjunartunnuna í gegnum sótthreinsaðan nælonpoka, svipuðum meskipokanum. Þetta geri ég til að losna við gromsið sem þéttist úr virtinum við suðu og kælingu.

Hvort þú gerir skiptir í sjálfu sér ekki máli. Þetta er bara spursmál um hvað hentar þínu kerfi og þinni aðferð.
User avatar
bergrisi
Undragerill
Posts: 948
Joined: 27. Apr 2011 23:24
Location: Keflavík

Re: Nýliði í all grain bruggun.

Post by bergrisi »

Velkominn og gangi þér vel.

Ég hef prufað allar gerðir af humlapokum en í dag hendi ég þeim beint útí og sigta svo frá áður en þetta fer í gerjunarfötu. Sigta bara með sigti úr Ikea sem smellpassar á gerjunarfötuna.
Með vinsemd og virðingu
Rúnar
Á flöskum allt frá ljúfum lagerum til rífandi RIS
User avatar
halldor
Undragerill
Posts: 770
Joined: 10. May 2009 00:31
Location: Reykjavík

Re: Nýliði í all grain bruggun.

Post by halldor »

Velkominn

Við höfum verið að nota humlapoka upp á síðkastið en í sirka 95 lagnir þar á undan hentum við humlunum bara beint út í. Passaðu þig bara á heilu humlunum, þeir vilja oft stífla kerfið :)
Plimmó Brugghús
hallhalf
Villigerill
Posts: 18
Joined: 11. Dec 2012 23:29

Re: Nýliði í all grain bruggun.

Post by hallhalf »

Úff, 95 lagnir. Það er bara þónokkuð.

Halldór.
Post Reply