já halló !

Hér kynna meðlimir þessa spjallborðs sig sjálfir. Allir eru velkomnir í hópinn.
Post Reply
Elvarth
Villigerill
Posts: 14
Joined: 14. Dec 2012 17:13

já halló !

Post by Elvarth »

Komið þið öll sæl og blessuð.

Ég heiti Elvar og hef verið áhugamaður á bjór síðan ég smakkaði minn fyrsta brúnan Heiniken fyrir 10 árum. Hef smakkað óteljandi tegundir af bjórum var með það mottó einusinni að vera búinn að prófa allar tegundir í ríkinu og reyni að prófa sem flestar þegar ég fer erlendis. Það sem kítlar braðlaukana mína eru velhumlaðir IPA, sót svartir imperial stout og fleira eða bara allt.

Byrjaði að hugsa um að brugga sjálfur fyrir svona 2 árum en lét ekki verða að því fyrr en núna í september og var það Beecave sem var fyrsti bjórin sem ég gerði. lét hann að gerjast í 5 daga svo beint á flösku og smakaði hann á degi 2 þá var einn frekar sáttur. Eftir það fór ég beint á netið og pantaði mér bækur. Sem eru How to brew, Designing grate beer, Extreme brewing og Brewing classic styles .

Græjuna sem ég er að hræra þessu saman með eru 50L kælibox með klósettbarka í botninum og kúluloka , 36L pottur úr Fastus sem er á gasbrennara , kælispýrall og barley crusher. Frekar mikil vinna að hella á milli og allt það en ég sætti mig við það en sem komið er .

Bjóranir sem ég er búinn að gera núna eru Bitter special (special bitter), Piparkökur bakast (brownale með engifer,kanil,negul og hunangi), Séra moli ( reyktur porter með smá negul), Enskur ipa (english ipa), Svartur draumur (black ipa og helmingur með kaffi í) og Brúnar (american brown ale) sem er að gerjast núna.

Næsti bjór sem á að gera er að gerjast í hausnum á mér sem verður hann allavega með mandarínum í bæði skinni og bátunum finst líklegast að ég verði með Amber ale í grunnin

Hlakka annars til að koma á fund eftir áramót með eitthvað af bjórum og gefa öðrum bjórnördum að smakka . :skal:

Hvernig er annars með að skrá sig og hvenar byrjar nýtt félagsár ?

Sjáumst og heyrumst

kv.Elvar
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: já halló !

Post by hrafnkell »

Smakkaði hjá þér séra mola um daginn.. Hann var ljúffengur!

Veit ekki með félagsgjöldin, en stjórnin svarar þér líklega með það.
User avatar
bergrisi
Undragerill
Posts: 948
Joined: 27. Apr 2011 23:24
Location: Keflavík

Re: já halló !

Post by bergrisi »

Velkominn. Þetta er metnaðarfull byrjun.
Um að gera að ganga í félagið. Kostar 4000 og frítt á helling. Heimsókn í Borg brugghús td. framundan í janúar. Ég hef allavega aldrei fengið eins mikið fyrir eins lítið síðan ég gekk í þetta félag.

Hlakka til að smakka það sem þú hefur bruggað og leyfa þér að smakka á mínum bjórum.
Með vinsemd og virðingu
Rúnar
Á flöskum allt frá ljúfum lagerum til rífandi RIS
User avatar
helgibelgi
Undragerill
Posts: 773
Joined: 6. Nov 2010 22:29
Location: Reykjavík, Iceland
Contact:

Re: já halló !

Post by helgibelgi »

Velkominn á spjallið! Gaman að sjá hvað þú ert búinn að vera duglegur að brugga! Ekki margir sem byrjuðu svona vel :massi:
Post Reply