Byrjaður að brugga

Hér kynna meðlimir þessa spjallborðs sig sjálfir. Allir eru velkomnir í hópinn.
Post Reply
User avatar
æpíei
Undragerill
Posts: 825
Joined: 14. Dec 2012 21:46

Byrjaður að brugga

Post by æpíei »

Sæl. Ég heiti Siggi. Ég ákvað fyrir rúmum 3 árum að byrja að brugga. Síðan þá er ég búinn að kynna mér þetta töluvert með því að lesa mér til, horfa á vídeó á YouTube og spjalla við ýmsa vini og kunningja sem eru að brugga. En mikilvægast þó þá er ég búinn að vera duglegur að smakka margar mismunandi gerðir af bjór í mörgum löndum, í nokkrum heimsálfum, og tel mig því tilbúinn fyrir næsta stig. ;)

Uppáhaldstegundin er líklega hinar ýmsu gerðir IPA, þ.m.t. double, 90 mínútur, svartur, hvítur og svo þessi "venjulegi". Einnig er ég hrifinn af porterum, bragmiklum stoutum (t.d. þeim sem legið hafa í bourbon eykartunnum), hefeweißen, witbier og jafnvel rauchbier. Belgískir trapist bjórar eru alltaf í uppáhaldi, en ég held þó að amerískir míkróbjórar séu í dag þeir mest spennandi. Þá er ég er mjög ánægður að sjá þennan mikla uppgang í bruggmenningu landans og það vonandi á eftir að auka gæði bjórsins sem fólk almennt drekkur hér á landi.

Nú loksins tók ég af skarið og keypti mér byrjendapakkann hjá brew.is. Eftir nokkrur tips frá Hrafnkeli skellti ég í fyrstu lögun og það gekk alveg glimrandi, svona að mestu leyti. Mæli hiklaust með honum fyrir algjöra nýliða eins og mig. Ég stefni ótrauður áfram og hlakka til að prófa mig áfram með margar tegundir, fá hugmyndir hér á þessari síðu sem annars staðar, og koma á hitting hjá Fágun. Sjáumst!
User avatar
bergrisi
Undragerill
Posts: 948
Joined: 27. Apr 2011 23:24
Location: Keflavík

Re: Byrjaður að brugga

Post by bergrisi »

Velkominn og gangi þér vel.
Allir bjórar sem þú telur upp eru í uppáhaldi hjá mér og þá hef ég bruggað undanfarið ár með ágætum árangri.
Þetta er skemmtilegasta sport sem ég hef kynnst. Q
Með vinsemd og virðingu
Rúnar
Á flöskum allt frá ljúfum lagerum til rífandi RIS
viddi
Gáfnagerill
Posts: 216
Joined: 28. May 2010 16:21
Location: Hafnarfjörður

Re: Byrjaður að brugga

Post by viddi »

Vertu velkominn í félagsskapinn. Leyfðu okkur endilega að fylgjast með hvernig þetta gengur allt hjá þér og gangi þér vel.
ViTo brugghús
Næst: Tripel
Í gerjun: Saison, Porter
Á kút: APA, Tunnuþroskaður stout
Á flösku: Haugur
Buy a man a beer and he wastes an hour. Teach a man to brew and he wastes a lifetime.
User avatar
helgibelgi
Undragerill
Posts: 773
Joined: 6. Nov 2010 22:29
Location: Reykjavík, Iceland
Contact:

Re: Byrjaður að brugga

Post by helgibelgi »

Velkominn í hópinn! :beer:
Post Reply