Nýliðar EG&BT

Hér kynna meðlimir þessa spjallborðs sig sjálfir. Allir eru velkomnir í hópinn.
Post Reply
EG&BT
Villigerill
Posts: 15
Joined: 10. Oct 2012 18:18

Nýliðar EG&BT

Post by EG&BT »

Sælir drengir við erum hér tveir bjórþyrstir bræður úr seljahverfinu.
Báðir fæddir í kringum 1980.

Við ætlum fyrst í stað að prófa svona kit bjór frá ámunni en svo ef við fáum ekki algjört ógeð, þá langar okkur svoldið að sjóða sjálfir með öllu því tilstandi!

Við erum nánast alætur á bjór nema kannski svartasta stout.
Höfum báðir farið á Oktoberfest í München og það er eitthvað sem allir öláhugamenn ættu að láta verða af.

Mbk
Erlingur G & Björgvin G
User avatar
bergrisi
Undragerill
Posts: 948
Joined: 27. Apr 2011 23:24
Location: Keflavík

Re: Nýliðar EG&BT

Post by bergrisi »

Velkomnir. Vonandi dettið þið í þetta hobby eins hressilega og ég hef gert.
Ég fór á Oktorberfest í fyrra og get staðfest að þið getið gert betri bjór en þið fáið þar. Enda voru þetta stórar könnur og bjórinn fljótt flatur.

Svartasti stout var mér mjög fjarlægur í byrjun en er í uppáhaldi í dag.
Með vinsemd og virðingu
Rúnar
Á flöskum allt frá ljúfum lagerum til rífandi RIS
User avatar
helgibelgi
Undragerill
Posts: 773
Joined: 6. Nov 2010 22:29
Location: Reykjavík, Iceland
Contact:

Re: Nýliðar EG&BT

Post by helgibelgi »

Sælir og velkomnir í hópinn :)

Ekki láta kit-bjórinn fæla ykkur frá. Ég mæli frekar með að þið mætið á næsta mánudagsfung og fáið þar smakk.

Eins og Bergrisi segir þá mun bjórsmekkur ykkar að öllum líkindum breytast svakalega eftir að hafa dottið almennilega inn í þetta hobbý. Ég get sagt ykkur að minn smekkur var nú ekki rosalega fjölbreyttur fyrir fyrstu bruggun. Núna finnst mér lítið til koma um þá bjóra sem maður þambaði í gamla daga og smekkur minn alltaf að breytast eftir því hvað ég uppgötva/læri.
Post Reply