Laumubruggari

Hér kynna meðlimir þessa spjallborðs sig sjálfir. Allir eru velkomnir í hópinn.
Post Reply
Robbi
Villigerill
Posts: 1
Joined: 25. May 2012 22:31

Laumubruggari

Post by Robbi »

Sælir bruggmeistarar.

Ég hef verið duglegur að fletta í gegnum þessa síðu og nýta mér allskyns upplýsingar hér til bruggunar. Ég fékk áhuga á þessu eftir að hafa verið í tívolíinu í Danmörku og sá þar bruggverksmiðju á hjólum, tölvustýrð og alles (Eitthvað sem DTU háskólinn nýtir sér í partí). Er búinn að vera að brugga núna í nokkra mánuði í laumi en nú er komið að því að deila.

Settuppið sem ég er með er 10gal kælibox, 120L suðutunna úr plasti með 5500w elementi og varmaskiptir til að kæla virtinn. Allt gengur fyrir þyngdaraflinu svo tækniflækjur eru í lágmarki.

Er með núna á flöskum: Bee cave, Hvítan slopp, IPA og brown ale.
Í gerjun er svo amber bee cave með dass af súkkulaðimalti og aroma, Brúðkaupsöl Úlfars, 23L af bláberjavíni og annað eins af krækiberjavíni.

Bara að láta vita af mér...

Robbi
User avatar
bergrisi
Undragerill
Posts: 948
Joined: 27. Apr 2011 23:24
Location: Keflavík

Re: Laumubruggari

Post by bergrisi »

Velkominn.
Settu endilega mynd af bruggbúnaðinum þínum hingað inn. Hljómar spennandi.
Með vinsemd og virðingu
Rúnar
Á flöskum allt frá ljúfum lagerum til rífandi RIS
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Laumubruggari

Post by sigurdur »

Velkominn.

Ég segi með Rúnari .. smelltu inn mynd..!
Post Reply