Óreyndur, en upprennandi.

Hér kynna meðlimir þessa spjallborðs sig sjálfir. Allir eru velkomnir í hópinn.
Post Reply
Proppe
Kraftagerill
Posts: 113
Joined: 24. May 2012 00:29

Óreyndur, en upprennandi.

Post by Proppe »

Sælir séu fágaðir.

Jóhannes Proppé heiti ég, matreiðslumaður á kexinu. Hefur mér löngum þótt sopinn góður af ölinu, og hef svona verið að smakka af og til bruggið hjá Birni Klassiker. Fór svo um miðjan maímánuð að kauði leit í lítið afmælisgrill hjá mér með nokkra ægilega góða heimagerða, að ég fékk bakteríuna, og smitaði frá mér niðrá Kexi. Óð í beinu framhaldi í byrjendapakkann hans Hrafnkels, með viðbótum, og hef ekki litið til baka. Það er bara tíma og peningaspursmál í að plássið klárist undir græjur í fyrrverandi gestaherberginu mínu...

Nú er ég sjálfur kominn með tvær laganir á flösku, aðrar tvær í gerjun, litla stæðu af bókum á skrifborðið og nokkrar á lista í næstu pöntun.
Restin af eldhússtaffinu er annað hvort búið að kaupa græjur, eða að telja niður fram að mánaðarmótum.
Stefnir allt í að þessir mánudagsfundir verði aðeins líflegri í haust.
bjarkith
Gáfnagerill
Posts: 255
Joined: 11. Nov 2010 15:22

Re: Óreyndur, en upprennandi.

Post by bjarkith »

Mun eldhúsið loka einn mánudag í mánuði?

En annars velkominn og gangi þér vel, ekki vera óhræddur við að spurja.
Á flöskum: Barollo 2 árs, Barollo 1 árs
Á Kút: Hrísgrjónalager
Í gerjun: Lambic Base, Berliner Weisse, Berliner Weisse Kriek, IPA, Pale Ale, CaliCommon
Í bígerð: Flanders Red Ale, IPA, HoneyWeizen Haraldar
User avatar
bergrisi
Undragerill
Posts: 948
Joined: 27. Apr 2011 23:24
Location: Keflavík

Re: Óreyndur, en upprennandi.

Post by bergrisi »

Velkominn. Þetta er stórskemmtilegt sport.

Bókabunkinn minn hefur farið stækkandi og telur nú tæplega 10 bækur um bjór og bjórgerð. Alltaf hægt að læra eitthvað en mest lærir maður á að búa til bjóri sjálfur.

Gangi þér vel og ykkur öllum á Kex.
Með vinsemd og virðingu
Rúnar
Á flöskum allt frá ljúfum lagerum til rífandi RIS
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Óreyndur, en upprennandi.

Post by sigurdur »

Velkominn á spjallið.
Frábært að fá ykkur inn í hópinn :)
User avatar
Classic
Gáfnagerill
Posts: 318
Joined: 18. Feb 2010 21:14
Location: Reykjavík
Contact:

Re: Óreyndur, en upprennandi.

Post by Classic »

Ég man [lauslega] eftir þessu grilli .. mér fannst ég mæta með svo mikið nesti, því það átti að verða ríflegur afgangur sem kalla átti afmælisgjöf, en ég þurfti að gera mér ferð daginn eftir með ábót því kassinn tæmdist rétt um miðnættið. Styttist í að við þurfum að plana næsta grill. Hvað er langt í fyrstu flöskurnar? 2 vikur? ;)
Klassiker ölgerð, Reykjavík
Í gerjun: #fössari (California lager)
Í glasi: Svarthöfði (Imperial stout), #fössari, Snati (Northern English Brown), Apaspil (APA), Fimmta stjarnan (ABA)
Á næstunni: Jólabjór, uppsetning á kútakerfi, útskriftarveisla, halda partíinu gangandi
Proppe
Kraftagerill
Posts: 113
Joined: 24. May 2012 00:29

Re: Óreyndur, en upprennandi.

Post by Proppe »

Hveitibjórinn eftir tvær, fölölið svona þrjár.
User avatar
halldor
Undragerill
Posts: 770
Joined: 10. May 2009 00:31
Location: Reykjavík

Re: Óreyndur, en upprennandi.

Post by halldor »

Velkominn og takk fyrir síðast.
Mundu bara að hafa Ray Daniels bókina alltaf nálægt þér þegar þú ert að búa til uppskriftir. Það er fátt skemmtilegra en að stúdera stílinn í þaula áður en maður skellir saman uppskrift... jú reyndar er skemmtilegra þegar bjórinn heppnast vel :)
Plimmó Brugghús
Post Reply