Halló allir

Hér kynna meðlimir þessa spjallborðs sig sjálfir. Allir eru velkomnir í hópinn.
Post Reply
birgirms
Villigerill
Posts: 3
Joined: 26. May 2012 15:28

Halló allir

Post by birgirms »

Ég heitir Birgir Már og er nýbúinn að klára BA nám í grafískri hönnun í Listaháskóla Íslands. Lokaverkefnið mitt var að hann umbúðir og concept fyrir nýtt íslenskt viskí. Þetta viskí er aðeins til í hausnum á mér eins og er, en verður vonandi að veruleika einhvern tíma í framtíðinni. Hér má sjá stutta kynningu á þessari hugmynd. ----> https://vimeo.com/42090208" onclick="window.open(this.href);return false;

En þó að viskí eigi hug minn allan þá er bjórinn auðvitað ávallt velkominn inn fyrir mínar varir. En ástæða þess að ég skráði mig inn á þennan vef var aðallega til að fá upplýsingar um gerjun, möltun, og hverju því sem bjór- og viskíframleiðsla eiga sameiginlegt.

T.d. er ég að leita eftir ýmsum tækjum og tólum, m.a. eimunartank og fleiru, þannig að allar upplýsingar varðandi hvar ég get nálgast bæði tæki og vitneskju sem snýr að viskígerð yrðu vel þegnar.

Hef þetta ekki lengra í bili. Hlakka til að heyra frá ykkur.

kv.
Birgir Már
User avatar
helgibelgi
Undragerill
Posts: 773
Joined: 6. Nov 2010 22:29
Location: Reykjavík, Iceland
Contact:

Re: Halló allir

Post by helgibelgi »

Velkominn Birgir.

Þetta er mjög flott myndband hjá þér og ég er mjög spenntur að sjá hvernig þetta fer.

Hefurðu annars verið að brugga eitthvað? eða gert viskí?

Ég hef verið að gæla við þá hugmynd að gera viskí sjálfur fljótlega. Hef samt heyrt að það taki langan tíma að verða til (mörg ár).

Gangi þér allavega vel!
birgirms
Villigerill
Posts: 3
Joined: 26. May 2012 15:28

Re: Halló allir

Post by birgirms »

helgibelgi wrote:Velkominn Birgir.

Þetta er mjög flott myndband hjá þér og ég er mjög spenntur að sjá hvernig þetta fer.

Hefurðu annars verið að brugga eitthvað? eða gert viskí?

Ég hef verið að gæla við þá hugmynd að gera viskí sjálfur fljótlega. Hef samt heyrt að það taki langan tíma að verða til (mörg ár).

Gangi þér allavega vel!
Takk fyrir það.

Ég, ásamt tveimur félögum brugguðum aðeins hér í den, en höfum ekki gert mikið af því undanfarið. Ég hef sjálfur ekki gert viskí, en slíkt tekur a.m.k. 3 ár (þarf að vera í tunnum í a.m.k. 3 ár til þess að geta kallast viskí). Þetta er líka kostnaðarsamt ævintýri, þannig að það eru margir þættir sem þarf að huga að.
User avatar
bergrisi
Undragerill
Posts: 948
Joined: 27. Apr 2011 23:24
Location: Keflavík

Re: Halló allir

Post by bergrisi »

Flott myndband. Ég er ekki Whisky maður en mig langaði að smakka eftir að horfa á þetta. Bjórgerð er örugglega góður grunnur því þú þarft að þekkja hráefnið.
Með vinsemd og virðingu
Rúnar
Á flöskum allt frá ljúfum lagerum til rífandi RIS
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Halló allir

Post by sigurdur »

Velkominn.

Áhugavert myndband.
Post Reply