Sjálfskynning - Plammi

Hér kynna meðlimir þessa spjallborðs sig sjálfir. Allir eru velkomnir í hópinn.
Post Reply
User avatar
Plammi
Gáfnagerill
Posts: 269
Joined: 24. Mar 2012 14:09

Sjálfskynning - Plammi

Post by Plammi »

Halló
Pálmi heiti ég og er að stíga mín fyrstu skref í heimabruggun.
Eins og er mun ég aðeins brugga það sem ég get með þessum grunn víngerðarpakka. Hef ekki alveg aðstöðu fyrir suðugræjur og þessháttar.
Ég er buinn að lesa mig mikið til hér á þessu spjalli og homebrewtalk ásamt nokkrum vídeoum á Youtube (aðalega craigtube), og það er sérstaklega frábært að sjá hversu virkt þetta spjall er.
Það sem ég endaði með að setja fyrst í gerjun er Better Brew Export Lager + 1kg bruggsykur úr Ámuni. Þetta er búið að malla í 3 daga og loftlásinn rekur við eins og enginn sé morgundagurinn.
Ég verð að viðurkenna að ég er nú ekki þolinmóðasti maður í heimi þannig að biðin eftir niðurstöðunum verður ekki auðveld...

En ég hef nokkrar spurningar sem mig langar að henda upp hér:
Er mér alveg óhætt að setja bjórinn á þessar hefðbundnu gosflöskur (kók, sinalco og þ.h.)? Finnst pínu kjánalegt að borga meira fyrir tómar PET flöskur í Ámuni heldur en fullar í Bónus.
Er mikill gæðamunur á að nota fljótandi malt extract í stað bruggsykurs? Langar soldið næst að gera Coopers Real Ale eða IPA með BREWFERM UNHOPPED MALT EXTRACT 1.5 kg í stað sykurs. Er ég eitthvað í ruglinu hérna eða á réttri braut?

Kveðja,
Pálmi
Í gerjun:
Á flöskum/Kút: Very Hoppy Saison
Næst á dagskrá: Zombie, Hádurtur I revisited
Hans Klaufi á FB
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Sjálfskynning - Plammi

Post by hrafnkell »

Það hafa alveg einhverjir notað plastflöskur með ágætis árangri. Ég mæli samt ekki með því og frekar mæli ég með því að nota glerflöskur.

Ég myndi segja að munurinn á milli þess að nota sykur og extract sé sá að með sykri færðu vondan bjór en með extract ágætan og jafnvel góðan bjór :)
User avatar
Plammi
Gáfnagerill
Posts: 269
Joined: 24. Mar 2012 14:09

Re: Sjálfskynning - Plammi

Post by Plammi »

Takk fyrir þetta.
Ég er byrjaður að safna glerflöskum en bara gengur ekkert sérstaklega vel, en planið er að hafa allt í 500ml gleri í framtíðinni.
Í gerjun:
Á flöskum/Kút: Very Hoppy Saison
Næst á dagskrá: Zombie, Hádurtur I revisited
Hans Klaufi á FB
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Sjálfskynning - Plammi

Post by sigurdur »

Velkominn Pálmi.
User avatar
bergrisi
Undragerill
Posts: 948
Joined: 27. Apr 2011 23:24
Location: Keflavík

Re: Sjálfskynning - Plammi

Post by bergrisi »

Velkominn. Þolinmæði er dyggð. Fyrstu laganir eru erfiðastar en ef þú ert nógu duglegur þá kemstu ekki yfir að drekka bjórinn nógu hratt og þá fær hann að þroskast nógu mikið.

Ég hef þrisvar gert bjór úr dósum. Fyrst með bruggsykri og svo tvær dósir í eina lögun. Ef ég geri svoleiðis aftur þá ætla ég að nota tvær dósir og ger frá Brew.is en á ekki von á því það er ódýrara að gera all grain.

Mínir dósabjórar voru ekki frambærilegir en ég drakk þá alla.
Með vinsemd og virðingu
Rúnar
Á flöskum allt frá ljúfum lagerum til rífandi RIS
User avatar
Classic
Gáfnagerill
Posts: 318
Joined: 18. Feb 2010 21:14
Location: Reykjavík
Contact:

Re: Sjálfskynning - Plammi

Post by Classic »

Velkominn.

Heilmikill gæðamunur á því að nota sykur og að nota extrakt. Tala nú ekki um þegar þú "útskrifast" úr kittunum og ferð að nota algjörlega óhumlað extrakt og nota með því humla og ger frá brew.is, þá ertu alveg orðinn "samkeppnisfær" við AG gaurana í gæðum, þótt kostnaður sé talsvert meiri. Ég læt mig hafa það, bjórinn kostar samt ekki nema þriðjung á við það sem Ríkið rukkar, og mér finnst svo þægilegt að geta bara klárað þetta á eldavélinni á 3 tímum sléttum.

Til að byrja einfalt mætti t.d. prófa að taka tvær ljósar Brewferm dósir í 20l, humlað og gerjað eins og BeeCave ölið á Brew.is. Ef þú átt ekki nógu stóran pott til að sjóða 20l er best að setja bara aðra dósina strax í upphafi suðu, bæta rest við þegar svona korter er eftir, þynna svo út í tunnunni. Held það megi sjá flestar útfærslur af verklaginu með extrakt bruggerí einmitt hjá Craigtube. Kennslumyndböndin hjá honum eru ágæt þótt ég taki minna mark á smakkvídeóunum, það virðist hér um bil allur bjór góður að hans mati ;)
Klassiker ölgerð, Reykjavík
Í gerjun: #fössari (California lager)
Í glasi: Svarthöfði (Imperial stout), #fössari, Snati (Northern English Brown), Apaspil (APA), Fimmta stjarnan (ABA)
Á næstunni: Jólabjór, uppsetning á kútakerfi, útskriftarveisla, halda partíinu gangandi
User avatar
Plammi
Gáfnagerill
Posts: 269
Joined: 24. Mar 2012 14:09

Re: Sjálfskynning - Plammi

Post by Plammi »

Takk fyrir þessi svör.
Það er allavega margt sem manni langar að prófa á næstunni og þetta er greinilega mjög skemmtilegt hobby.
Í gerjun:
Á flöskum/Kút: Very Hoppy Saison
Næst á dagskrá: Zombie, Hádurtur I revisited
Hans Klaufi á FB
Post Reply