Sjálfskynning, Magni

Hér kynna meðlimir þessa spjallborðs sig sjálfir. Allir eru velkomnir í hópinn.
Post Reply
magni
Villigerill
Posts: 1
Joined: 28. Mar 2012 21:19

Sjálfskynning, Magni

Post by magni »

Sælir félagar.

Við erum tveir ný byrjaðir. fórum beint í All-Grain, Byrjendakitt frá brew.is.
Fyrsta tilraun komin á flöskur (Bee Cave) og að stóru leyti uppúr þeim aftur :). heppnaðist prýðilega.
Önnur Bee Cave lögun komin af stað og Hvítur Sloppur (http://www.brew.is/oc/HviturSloppur) á dagskrá á morgun.

Talandi um Hvítan slopp, lumar einhver á frekari leiðbeiningum, meski hita, tíma, humlun og þess háttar?

Kveðja
Magni
bjarkith
Gáfnagerill
Posts: 255
Joined: 11. Nov 2010 15:22

Re: Sjálfskynning, Magni

Post by bjarkith »

Velkomnir á spjallið og velkomnir í bruggið!!

Hérna er upprunalega uppskriftin af Hvíta Sloppinum http://fagun.is/viewtopic.php?f=7&t=768" onclick="window.open(this.href);return false; þó er ekki meskihitastigið en held þið væruð öruggir með meskingu í kringum 65°-67°, ef þið ætlið að seta appelsínubörkinn þá myndi ég passa mig að taka bara appelsínugulu filmuna utan af, alls ekkert af hvíta skinninu fyrir innan, það er ansty stuff.

En annars gangi ykkur vel og endilega spurja!
Á flöskum: Barollo 2 árs, Barollo 1 árs
Á Kút: Hrísgrjónalager
Í gerjun: Lambic Base, Berliner Weisse, Berliner Weisse Kriek, IPA, Pale Ale, CaliCommon
Í bígerð: Flanders Red Ale, IPA, HoneyWeizen Haraldar
User avatar
helgibelgi
Undragerill
Posts: 773
Joined: 6. Nov 2010 22:29
Location: Reykjavík, Iceland
Contact:

Re: Sjálfskynning, Magni

Post by helgibelgi »

Velkomnir í hópinn! Verið duglegir að segja okkur frá ævintýrum ykkar. Gangi ykkur vel!
User avatar
bergrisi
Undragerill
Posts: 948
Joined: 27. Apr 2011 23:24
Location: Keflavík

Re: Sjálfskynning, Magni

Post by bergrisi »

Velkomnir.

Hérna inni ættuð þið að finna svör við flestu og ef ekki þá spyrjið og þið fáið svar fljótt.

Hér er haugur af snillingum sem hafa hjálpað mér mjög mikið.
Með vinsemd og virðingu
Rúnar
Á flöskum allt frá ljúfum lagerum til rífandi RIS
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Sjálfskynning, Magni

Post by sigurdur »

Sæll Magni.

Velkominn (og félagi þinn) í hópinn.
Eins og bent var á, þá er upprunalega uppskriftin mjög góður staður til að byrja á.

Ég mæli með 66°C meskihita (60-90 mín), sjóða í 90 mín, humlar í 60 mín.

Uppskriftin segir 14gr kóríander .. athugaðu að þetta er EKKI mulinn kóríander. Ég held að hálf teskeið af muldum kóríander samsvari sér vel í ~20-25L af bjór.
Ef þú ert með kóríanderkorn, brjóttu þau þá í mjög grófa mola, ekki mylja.

Appelsínubörkur - notaðu einhverskonar sköfu til að skafa utan af appelsínu, en taktu aðallega gula hlutann en ekki hvíta.

Gangi ykkur vel!! :-)
User avatar
halldor
Undragerill
Posts: 770
Joined: 10. May 2009 00:31
Location: Reykjavík

Re: Sjálfskynning, Magni

Post by halldor »

Velkominn á spjallið Magni.
Er ekki málið að þið vinirnir kíkið á bjórgerðarkeppnina okkar og takið jafnvel með ykkur Bee Cave til að leyfa öðrum að smakka.
Sjá: http://fagun.is/viewtopic.php?f=14&t=2086" onclick="window.open(this.href);return false;"
Það verður allavega nóg af spennandi bjór á boðstólnum, bæði heimagerðum sem og bjór frá brugghúsunum.
Plimmó Brugghús
Post Reply