Einn að byrja...

Hér kynna meðlimir þessa spjallborðs sig sjálfir. Allir eru velkomnir í hópinn.
Post Reply
User avatar
garpur
Villigerill
Posts: 35
Joined: 28. Feb 2012 23:24

Einn að byrja...

Post by garpur »

Hæ,

Var að leita á vefnum um góð ráð við bjór og vín bruggun og rakst þá á þennan ágæta félagskap.
Stutt um mig: Ég er rafmagnsverkfræðingur sem er nýlega fluttur til landsins eftir áratuga dvöl erlendis. Kannski er það afþví maður saknar úrvalsins af góðum microbreweries bjórum sem voru erlendis, að maður dreif sig í að fjárfesta í brugg setti og er í augnablikinu að brugga minn fyrsta bjór.

Hlakka svo til að geta spjallað við ykkur um þetta frábæra hobbý og vonandi lært einhver tricks í leiðinni.

Bjarki
Græjurnar: 75 lítra suðupottur (þvotta), 5500W element, counter flow chiller/heater, March 815 dæla, Auber 2352 hitastýring, humlakónguló.
viddi
Gáfnagerill
Posts: 216
Joined: 28. May 2010 16:21
Location: Hafnarfjörður

Re: Einn að byrja...

Post by viddi »

Velkominn Bjarki.
Hér er hægt að finna mörg góð ráð og ég hef ósjaldan fengið svör við spurningum hérna. Gangi þér vel og leyfðu okkur að fylgjast með hvernig gengur.
ViTo brugghús
Næst: Tripel
Í gerjun: Saison, Porter
Á kút: APA, Tunnuþroskaður stout
Á flösku: Haugur
Buy a man a beer and he wastes an hour. Teach a man to brew and he wastes a lifetime.
User avatar
bergrisi
Undragerill
Posts: 948
Joined: 27. Apr 2011 23:24
Location: Keflavík

Re: Einn að byrja...

Post by bergrisi »

Velkominn. Er ný byrjaður sjálfur og hér finnur maður mörg svör og ef maður finnur það ekki þá eru menn fljótir að svara ef maður sendir inn spurningu.

Frábært hobby og gangi þér vel.
Með vinsemd og virðingu
Rúnar
Á flöskum allt frá ljúfum lagerum til rífandi RIS
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Einn að byrja...

Post by sigurdur »

Velkominn Bjarki.

Hvernig sett keyptir þú þér?
User avatar
helgibelgi
Undragerill
Posts: 773
Joined: 6. Nov 2010 22:29
Location: Reykjavík, Iceland
Contact:

Re: Einn að byrja...

Post by helgibelgi »

Velkominn í hópinn! :skal:
User avatar
garpur
Villigerill
Posts: 35
Joined: 28. Feb 2012 23:24

Re: Einn að byrja...

Post by garpur »

Ég skellti mér á svona basic byrjunarsett hjá Ámunni. Fékk mér svo Better Brew - Yorkshire Bitter bjórkit ásamt einu Chianti rauðvíns mixtúru. Býst ekki við heimsklassabjór en er nokkuð fyrsti bjórinn það hvort eð er? ;)

Planið hjá mér er svo að betrum bæta brugghæfileika mína og enda að lokum í að brugga úr kornum og að hætta þessum beer kits. Þannig næsta skrefið er að nota Coopers beer kit, en að fara út í það að bragðbæta með hop tea.
Græjurnar: 75 lítra suðupottur (þvotta), 5500W element, counter flow chiller/heater, March 815 dæla, Auber 2352 hitastýring, humlakónguló.
User avatar
halldor
Undragerill
Posts: 770
Joined: 10. May 2009 00:31
Location: Reykjavík

Re: Einn að byrja...

Post by halldor »

garpur wrote:Hæ,

Var að leita á vefnum um góð ráð við bjór og vín bruggun og rakst þá á þennan ágæta félagskap.
Stutt um mig: Ég er rafmagnsverkfræðingur sem er nýlega fluttur til landsins eftir áratuga dvöl erlendis. Kannski er það afþví maður saknar úrvalsins af góðum microbreweries bjórum sem voru erlendis, að maður dreif sig í að fjárfesta í brugg setti og er í augnablikinu að brugga minn fyrsta bjór.

Hlakka svo til að geta spjallað við ykkur um þetta frábæra hobbý og vonandi lært einhver tricks í leiðinni.

Bjarki
Velkominn!
Láttu endilega sjá þig á næsta mánudagsfundi á KEX mánudaginn 5. mars kl. 20.00. Það eru fáir betri staðir til að fá svör við spurningum og fræðast um allt sem við kemur gerjun.
Plimmó Brugghús
Post Reply