Nýr gaur

Hér kynna meðlimir þessa spjallborðs sig sjálfir. Allir eru velkomnir í hópinn.
Post Reply
bjorninn
Villigerill
Posts: 44
Joined: 22. Jun 2011 13:19
Location: Reykjavík

Nýr gaur

Post by bjorninn »

Sæl öllsömul,

Ég var að opna fyrstu flöskuna af fyrsta bjórnum sem ég hef bruggað, eftir viku í flösku. Þetta er Bee Cave frá brew.is, hann er góður (!), og vegna þess hvaðan hann kemur er hann náttúrulega besti bjór í heimi akkúrat þessa stundina. Í sumar var ég að vinna að mastersverkefni og ákvað að finna mér eitthvað til dundurs á meðan til að tapa ekki glórunni, svo ég fór að lesa mér til um bruggun. Ég rakst fljótlega á þessa síðu og hef lesið og fylgst með síðan. Ég vil þakka kærlega fyrir allan þann fróðleik og spjall og spár sem hér hefur verið safnað saman, þetta er ómetanlegt fyrir einhvern sem byrjar á núlli í gúglinu.

Þannig að ég vildi bara tilkynna mig og þakka fyrir, og svo er bara að halda áfram, ég held það sé engin spurning úr þessu.

Já og gleðileg jólin í ofanálag!

Björn Unnar
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Nýr gaur

Post by sigurdur »

Sæll Björn og velkominn í hópinn.

Til hamingju með fyrsta bjórinn þinn, ég efast ekkert um að hann bragðist alveg stórvel. :)

Gleðileg jól. :beer:
User avatar
bergrisi
Undragerill
Posts: 948
Joined: 27. Apr 2011 23:24
Location: Keflavík

Re: Nýr gaur

Post by bergrisi »

Velkominn í hópinn. Njóttu vel. Skál.
Með vinsemd og virðingu
Rúnar
Á flöskum allt frá ljúfum lagerum til rífandi RIS
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Nýr gaur

Post by Eyvindur »

Frábært að heyra að þessi vefur sé að skila sínu. Velkominn, og haltu áfram. Já, og gleðileg jól.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
halldor
Undragerill
Posts: 770
Joined: 10. May 2009 00:31
Location: Reykjavík

Re: Nýr gaur

Post by halldor »

Sæll Björn og velkominn :fagun:
Geggjað að fyrsti bjórinn hafi heppnast vel. Minn fyrsti var ekki einusinni nógu góður til að bjóða gestum.
Hvernig væri nú að mæta með smakk á mánudagsfund? :)
Plimmó Brugghús
Post Reply