Nýji gaurinn

Hér kynna meðlimir þessa spjallborðs sig sjálfir. Allir eru velkomnir í hópinn.
Post Reply
Krummi
Villigerill
Posts: 4
Joined: 14. Nov 2011 12:38

Nýji gaurinn

Post by Krummi »

Halló hér.

Hrafn heiti ég og er matreiðslumaður að mennt. Er sestur aftur á skólabekk og stefni á matvælafræði svo að þetta áhugamál liggur mjög beint við. Ég hef gert eina extract hræru fyrir einhverju síðan sem ég var nú ekki mjög ánægður með, en ætla að henda í fyrstu all grain nú um helgina. Ætla að byrja á Bee Cave frá brew.is og er mjög spenntur fyrir að byrja.

þessi vefur er allgjör snilld og hefur svarað öllum mínum spurningum sem upp hafa komið síðan ég byrjaði að pæla í þessu. Svo ég fann mig knúinn til að kynna mig og þakka fyrir mjög upplýsandi þræði.

kv. Hrafninn
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Nýji gaurinn

Post by Eyvindur »

Velkominn, komdu fagnandi. Ég held einmitt að við séum flest áhugafólk um matvæli, auk gerjunaráhugans. Þetta hangir allt saman.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
bergrisi
Undragerill
Posts: 948
Joined: 27. Apr 2011 23:24
Location: Keflavík

Re: Nýji gaurinn

Post by bergrisi »

Velkominn. Þetta er algjör snilld.
Með vinsemd og virðingu
Rúnar
Á flöskum allt frá ljúfum lagerum til rífandi RIS
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Nýji gaurinn

Post by sigurdur »

Velkominn í hópinn. :)
Post Reply