Sjálfskynning -> samueljon

Hér kynna meðlimir þessa spjallborðs sig sjálfir. Allir eru velkomnir í hópinn.
Post Reply
samueljon
Villigerill
Posts: 14
Joined: 31. Oct 2011 21:09

Sjálfskynning -> samueljon

Post by samueljon »

Sæl öll,

Sammi (Samúel Jón) heiti ég og er nýbyrjaður að kynna mér þetta skemmtilega áhugamál sem gerjun er. Ég fékk innsýn inn í þetta er ég bjó til Bee Cave með öðrum. Ég er nú að klára lögun á minni fyrstu uppskrift sjálfur sem er þá í raun lögun númer 2 af Bee Cave og fer hún á flöskur næstu daga. Ég er búinn að útbúa mér meshing box úr hitaboxi og uppskriftirnar sem ég hef verið að skoða og vinna út frá hafa verið útbúnar með hjálp beersmith. Næst á dagskrá er að útbúa lögun sem inniheldur meðal annars amarillo og carared.

Ég vonast til að þetta verði áhugamál til margra ára :)
User avatar
bergrisi
Undragerill
Posts: 948
Joined: 27. Apr 2011 23:24
Location: Keflavík

Re: Sjálfskynning -> samueljon

Post by bergrisi »

Velkominn. Byrjaði sjálfur í vor og alsæll með þetta tómstundargaman.
Með vinsemd og virðingu
Rúnar
Á flöskum allt frá ljúfum lagerum til rífandi RIS
bjarkith
Gáfnagerill
Posts: 255
Joined: 11. Nov 2010 15:22

Re: Sjálfskynning -> samueljon

Post by bjarkith »

Velkominn á fágun!
Á flöskum: Barollo 2 árs, Barollo 1 árs
Á Kút: Hrísgrjónalager
Í gerjun: Lambic Base, Berliner Weisse, Berliner Weisse Kriek, IPA, Pale Ale, CaliCommon
Í bígerð: Flanders Red Ale, IPA, HoneyWeizen Haraldar
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Sjálfskynning -> samueljon

Post by sigurdur »

Sæll Sammi og velkominn á spjallborðið.

Ég er svolítið forvitinn, af hverju ákvaðstu að útbúa meskiker?
User avatar
gunnarolis
Undragerill
Posts: 563
Joined: 23. Mar 2010 16:44

Re: Sjálfskynning -> samueljon

Post by gunnarolis »

Af því að meskiker > BIAB :ugeek:
Næst: Bock, Pilsner
Í Gerjun : Brett'd Dubbel, Orval, Flemish Red, Lambic Mk1
Á flösku : Dubbel, Amarillo Smash
Á kút : Rauchbier Märzen.
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Sjálfskynning -> samueljon

Post by hrafnkell »

gunnarolis wrote:Af því að meskiker > BIAB :ugeek:
Já, mikið stærra :) Tómt vesen að geyma það.


En já, nóg af off topic. Velkominn Samúel :)
samueljon
Villigerill
Posts: 14
Joined: 31. Oct 2011 21:09

Re: Sjálfskynning -> samueljon

Post by samueljon »

Takk allir.

Varðandi meskikarið þá fannst mér það ágætis leið til að byrja þar sem ég er ekki með hitastýringu á suðupottinum og því þótti mér það vænlegra til árangurs meðan ég væri að ná tökum á þessu. Hinsvegar útiloka ég ekki að ég prófi einhverntíman BIAB.
Í undirbúningi -> Munich Dunkel
Á flöskum -> Bee Cave, Bee Cave Amarillo útgáfa
Í gerjun -> ekkert eins og er
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Sjálfskynning -> samueljon

Post by sigurdur »

Bara smá FIY, ég nota ekki hitastýringu á pottinn minn. Ég hita bara vatnið upp í útreiknað hitastig og leyfi því svo að standa allan meskitímann. (og nota BIAB)
Post Reply