Nýr á Fágun

Hér kynna meðlimir þessa spjallborðs sig sjálfir. Allir eru velkomnir í hópinn.
Post Reply
Hans
Villigerill
Posts: 1
Joined: 13. Oct 2011 22:07

Nýr á Fágun

Post by Hans »

Sælir.
Ég rakst á þessa síðu þegar ég var að vafra um bruggun á bjór.
Ég er ekki byrjaður, en hef verið að kynna mér þetta á netinu. Vissi ekkert um bruggun annað en vondan gerbjór,sem pabbi bruggaði í gamla daga og svo þessi kit sem verið er að selja í Ámunni.
Em þetta all-grain vakti áhuga hjá mér að fara að gera þetta frá grunni ,ekki bara að tæma niðursuðudollur og bæta við sykri og vatni.
Þá er bara að fara að fjárfesta í græjum og fara að byrja. ( Fór í dag í smá könnunarleiðangur).
kv.
Hans
User avatar
bergrisi
Undragerill
Posts: 948
Joined: 27. Apr 2011 23:24
Location: Keflavík

Re: Nýr á Fágun

Post by bergrisi »

Velkominn. Byrjaði sjálfur í vor og á nú fulla ísskápa af gæða bjór. Um að gera að byrja á þessu þetta lærist fljótt.
Með vinsemd og virðingu
Rúnar
Á flöskum allt frá ljúfum lagerum til rífandi RIS
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Nýr á Fágun

Post by sigurdur »

Velkominn Hans.

Það eru fullt af góðum þráðum hérna um hvernig þú getur búið til þinn eigin búnað.

Gangi þér vel með þetta! :)
Post Reply