Loksins búinn að láta verða af því .....

Hér kynna meðlimir þessa spjallborðs sig sjálfir. Allir eru velkomnir í hópinn.
Post Reply
HJallifrid
Villigerill
Posts: 8
Joined: 10. Sep 2011 11:07

Loksins búinn að láta verða af því .....

Post by HJallifrid »

Heil og Sæl

Ég heiti Hjálmar og er ættaður að vestan.

Ég er búinn að vera smakka , drekka bjór síðan hann var seldur í ríkinu.
Núna í gær lét ég verða af því að prufa í það minnsta það allra einfaldasta , keypti s.s bjórkit frá europris.Og er ég búinn að hella þessu saman og bublið byrjað.
Veit svosem ekkert hvernig þetta endar , góður bjór slæmur bjór skiptir ekki öllu.Ég er allavegana í það minnsta búinn / byrjaður á minni framleiðslu og þykir mér bara nokkuð vænt um þetta litla verkefni ;)

Ég starfa hjá samheitalyfjafyrirtækinu Actavis og þar er önnur framleiðsla í gangi... ekki bjór.. :lol:

Allavegna það er gaman og gott að vera kominn á stað með lítið verkefni og er ég þegar byrjaður á því næsta ,, þar að segja svona farinn að kynna mér aðeins hvernig og hvað þarf til að gera þetta svona "alvöru "

Þakka ég stjórnendum síðunar að hafa komið þessu " samfélagi" svona vel á veg..

kv
Hjálmar
User avatar
bergrisi
Undragerill
Posts: 948
Joined: 27. Apr 2011 23:24
Location: Keflavík

Re: Loksins búinn að láta verða af því .....

Post by bergrisi »

Velkominn. Byrjaður sjálfur í vor og það verður ekki aftur snúið. Ekki hræðast all-grain. Bæði skemmtilegra og betri bjór. Mæli með Beersmith forritinu en það er búið að hjálpa mér mikið og svo þessi frábæra síða sem er uppfull af fróðleik.
Með vinsemd og virðingu
Rúnar
Á flöskum allt frá ljúfum lagerum til rífandi RIS
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Loksins búinn að láta verða af því .....

Post by sigurdur »

Velkominn á spjallið Hjálmar og til hamingju með fyrstu lögnina.
Post Reply