Nýr áhugamaður um bjórgerð

Hér kynna meðlimir þessa spjallborðs sig sjálfir. Allir eru velkomnir í hópinn.
Post Reply
Steinarr
Villigerill
Posts: 23
Joined: 10. Aug 2011 23:24

Nýr áhugamaður um bjórgerð

Post by Steinarr »

Sælir félagar,
Þessi síða er alveg frábær og veldur því ósjaldan að ég gleymi mér í fróðlegum lestri um bjórgerð og mismunandi aðferðir henni tengdri.

Ég lagði í coopers real ale, svona sýróps lögn og það var byrjað að gerjast hressilega í dag þannig að ég reikna með því að þetta sé allt í rétta átt. Planið er að sjá hvernig þetta kemur til með að bragðast, reyndar eru væntingarnar ekki brjálaðar þar sem ég hef myndað mér þá skoðun að BIAB sé betri aðferð miðað við það sem ég hef lesið enda er stefnan að færa sig yfir í BIAB.

Nú bíð ég bara spenntur eftir að smakka fyrstu lögn með hófstilltar væntingar :skal:

Bjórkveðja, SteinarR
User avatar
Idle
Yfirgerill
Posts: 1002
Joined: 25. Jun 2009 22:29
Location: Reykjavík

Re: Nýr áhugamaður um bjórgerð

Post by Idle »

Ævinlega velkominn!

Hvort sem þú kýst að fara BIAB eða meskikers leiðina, þá verðurðu áreiðanlega mun betur settur en með sýrópsdósunum. :)
Fyrirhugað: Bruggpása.
Í gerjun: Ekkert.
Í þroskun / lageringu: Ekkert.
Á flöskum: Ekkert.
Bruggað (AG): 588 l.
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Nýr áhugamaður um bjórgerð

Post by sigurdur »

Velkominn Steinar!

Frábært framtak hjá þér að byrja að prófa þig áfram með þetta. Ég er viss um að þú finnur æðislegt bragð af stolti í fyrsta bjórnum þínum (ég gerði það a.m.k. hjá mér ..)
:beer:
User avatar
helgibelgi
Undragerill
Posts: 773
Joined: 6. Nov 2010 22:29
Location: Reykjavík, Iceland
Contact:

Re: Nýr áhugamaður um bjórgerð

Post by helgibelgi »

BIAB er mjög einföld og þægileg aðferð. Mjög gott fyrir byrjendur (sem ég er) :P
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Nýr áhugamaður um bjórgerð

Post by sigurdur »

helgibelgi wrote:BIAB er mjög einföld og þægileg aðferð. Mjög gott fyrir byrjendur (sem ég er) :P
og lengra komna (sem ég er) ;)
User avatar
halldor
Undragerill
Posts: 770
Joined: 10. May 2009 00:31
Location: Reykjavík

Re: Nýr áhugamaður um bjórgerð

Post by halldor »

Velkominn Steinar
Láttu endilega sjá þig í kútapartíinu á menningarnótt. Það er tilvalið tækifæri til að fá að smakka og gefa öðrum smakk... eða bara til að spjalla um allt milli himins og jarðar :)
Plimmó Brugghús
Steinarr
Villigerill
Posts: 23
Joined: 10. Aug 2011 23:24

Re: Nýr áhugamaður um bjórgerð

Post by Steinarr »

Já ég hlakka til að skella mér í BIAB :D , En við félagarnir lögðum semsagt í sitthvora lögnina fyrir réttrúmri viku, Coopers real ale og Coopers Mexican eitthvað...(maður ætti náttúrulega að vera með þetta á hreinu). Í dag var semsagt átöppunar dagur hjá okkur og við settum á 500ml Thule flöskur, 450ml Grolsh og 500ml Móra flöskur sem ég fékk í dag hjá meisturunum í Ölvisholti og kann ég þeim þakkir fyrir flöskurnar og að rölta með mig í gegnum brugghúsið sem var mjög gaman :D

En bjórinn er semsagt kominn á flöskur og auðvitað þá smökkuðum við á síðustu flöskunni sem náði ekki upp í 500ml og viti menn þetta var nú ekki sem verst miðað við það sem ég hafði reiknað með. Nú er bara að geyma þetta í nokkrar vikur (1-2mánuði) og þá ætti þetta að vera orðið drykkjarhæft :beer:

Ég kíki bara í næsta kútapartý þar sem ég verð úti á landi á menningarnótt, en þakka boðið :D

kv.Steinar
User avatar
halldor
Undragerill
Posts: 770
Joined: 10. May 2009 00:31
Location: Reykjavík

Re: Nýr áhugamaður um bjórgerð

Post by halldor »

1-2 mánuðir er allt of langur tími til að bíða eftir að drekka bjórinn sinn :)
Prófaðu að smakka eftir nokkra daga og gerðu það svo á vikufresti. Þegar þú finnur ekki mun á kolsýrunni milli vikna er bjórinn orðinn nógu kolsýrður (vonandi).
Yfirleitt er kolsýran komin eftir 1-2 vikur, nema maður hafi verið með mjög langa gerjun og/eða lageringu við lágt hitastig.
Plimmó Brugghús
Post Reply