Loksins kominn inn og með helling af spurningum.

Hér kynna meðlimir þessa spjallborðs sig sjálfir. Allir eru velkomnir í hópinn.
Post Reply
User avatar
bergrisi
Undragerill
Posts: 948
Joined: 27. Apr 2011 23:24
Location: Keflavík

Loksins kominn inn og með helling af spurningum.

Post by bergrisi »

Eftir mikið tölvuvesen náði ég loksins að skrá mig. Er búinn að lesa þessa síðu fram og tilbaka og horfa á held ég öll brugg myndbönd á youtube. Ég er með helling af spurningum fyrir ykkur reynsluboltana. Eflaust margar ofurvitlausar en þær verða að koma fram.

1. Hefur einhverjum tekist að brugga drykkjarhæfan lagerbjór? Sé að hann þarf að gerjast við lægra hitastig og hvernig hafa menn reddað því.
2. Hefur einhver reynslu af því að tappa á "keg" eins og er á veitingastöðum?
3. Er búinn að safna mér Grolsh flöskum, eru þær nothæfar? Einhverjir gallar við þær?
4. Hvernig náið þið bjórnum tærum?

Draumurinn er að vera með heimagerðan bjór á dælu í skúrnum hjá mér en þar eru regluleg billiardmót og væri þetta rúsínan í pylsuendanum.

Kveðja
Rúnar
Með vinsemd og virðingu
Rúnar
Á flöskum allt frá ljúfum lagerum til rífandi RIS
User avatar
Oli
Undragerill
Posts: 742
Joined: 5. May 2009 22:55

Re: Loksins kominn inn og með helling af spurningum.

Post by Oli »

Sæll og velkominn á spjallið
bergrisi wrote: 1. Hefur einhverjum tekist að brugga drykkjarhæfan lagerbjór? Sé að hann þarf að gerjast við lægra hitastig og hvernig hafa menn reddað því.
2. Hefur einhver reynslu af því að tappa á "keg" eins og er á veitingastöðum?
3. Er búinn að safna mér Grolsh flöskum, eru þær nothæfar? Einhverjir gallar við þær?
4. Hvernig náið þið bjórnum tærum?
1. Já við höfum gert allnokkra góða lagerbjóra sem hafa fengið góðar viðtökur hjá flestum bjórunnendum. Þú þarft að hafa einhverskonar stýringu á gerjunarhitastigi til að halda honum í kringum 10°c við gerjun og svo lageringu við 0°c.
sjá þennan þráð. http://fagun.is/viewtopic.php?f=24&t=1362" onclick="window.open(this.href);return false;
2. hef enga reynslu af þessu Sanke kútum, bara Cornelius kútum.
3. Þær eru vel nothæfar, þær eru samt grænar þannig að þær hleypa meira af uv ljósi í gegn sem getur haft áhrif á bjórinn til lengri tíma. Brúnar flöskur væru betri.
4. Þú getur notað allskonar felliefni til að tæra bjórinn, whirlfloc töflur og fjörugrös eru notuð í suðu, og gelatín við kælingu eftir gerjun. Með því að kæla bjórinn vel niður (crash cooling)og nota gelatín færðu þokkalega tæran bjór eftir tiltölulega stuttan tíma. Með því að kaupa þér kútasett, CO2 kút og þrýstijafnara ertu laus við flöskuþvott og að sjálfsögðu botnfallið sem fylgir því að præma bjórflöskur með sykri.

Annars er bara að nota leitina hér og að sjáfsögðu lesa sér vel til t.d á howtobrew.com ef þú ert ekki byrjaður á því.
___________________________
Í gerjun: ýmislegt
User avatar
bergrisi
Undragerill
Posts: 948
Joined: 27. Apr 2011 23:24
Location: Keflavík

Re: Loksins kominn inn og með helling af spurningum.

Post by bergrisi »

Takk fyrir svörin.

Gaman að hafa aðgang að mönnum með þekkingu.

Hef enga afsökun lengur og ætla að fara að fjárfesta í búnaði.

Kveðja

Rúnar.
Með vinsemd og virðingu
Rúnar
Á flöskum allt frá ljúfum lagerum til rífandi RIS
User avatar
bergrisi
Undragerill
Posts: 948
Joined: 27. Apr 2011 23:24
Location: Keflavík

Re: Loksins kominn inn og með helling af spurningum.

Post by bergrisi »

Sé að það er eitt ár frá því að ég skráði mig hér inn. Mjög stuttu seinna mætti ég á aðalfund og drakk bjór í góðum félagsskap.

Þetta ár er búið að vera gríðarlega skemmtilegt og lærdómsríkt. Svo hér kemur smá samantekt fyrir aðra nýliða á því sem ég hef lært.

1. Það er hægt að gera frábæran bjór og allar gerðir (líka lagerbjór, er með einn í keppninni þó svo ég sé nýbyrjaður á þessu).
2. Það er alltaf hægt að bæta sig og læra nýja hluti.
3. Þetta er frábær félagsskapur. Endalaust magn af snillingum sem hægt er að leita til.
4. Það MARG borgar sig að vera félagsmaður í Fágun. Hef aldrei drukkið eins mikið fyrir eins lítið.
5. Bjórsmekkurinn dýpkar og þróast í þessu sporti. Kann betur að meta bjór í dag hef miklu meiri skilning á bjór.

Smá hvatning.
Þið sem eruð nýjir endilega verið virkir og takið þátt í spjallinu hérna.
Kynnið ykkur og það er engin spurning sem ekki á rétt á sér.
Skoðið þræðina hérna inni og bætið við ef það er eitthvað sem kemur upp í hugann þó þráðurinn sé gamall.
Með vinsemd og virðingu
Rúnar
Á flöskum allt frá ljúfum lagerum til rífandi RIS
gugguson
Gáfnagerill
Posts: 215
Joined: 26. Mar 2011 14:55
Location: Reykjavik

Re: Loksins kominn inn og með helling af spurningum.

Post by gugguson »

heyr heyr
Gerandi Bruggfélag

Næst: Carlsberg Clone, Biere de Garde, Hlemmur
Í gerjun: Dubbel úr BCS, Hlemmur III (Irish red)
Á flösku: Fölvi (Þurrhumlaður Pale Ale)
Post Reply