Ný á síðunni.

Hér kynna meðlimir þessa spjallborðs sig sjálfir. Allir eru velkomnir í hópinn.
Post Reply
helgalp
Villigerill
Posts: 3
Joined: 29. Mar 2011 14:27

Ný á síðunni.

Post by helgalp »

Ég er mjög hrifin af þeirri hugmynd að læra að búa til hluti sjálf. :D
Eitthvað í mér segir að ég bókstaflega eigi að geta bjargað mér um vissa hluti án þess að kaupa þá alltaf tilbúna úti í búð. Nú svo er þetta bara skemmtilegt hobbý.
Þetta byrjaði þegar að dóttir mín var með glútein og laktósaóþol, þá varð ég að finna leiðir til að búa til áhugaverðann mat en sneiða hjá því sem hún þoldi ekki, á þeim tíma var lítið um glúteinfríar vörur svo ég varð að finna út úr þessu sjálf. Þetta kveikti í mér áhuga, mér fannst þetta bara gaman !

Ég brugga krækiberjavín og bláberjavín, týni sveppi, rækta mat og kryddjurtir, bý til jógúrt og stefni á að taka ostana, ég sulta og frysti allt sem blessuð náttúran lætur af hendi á sumrin. Við höfum prófað a búa til skinku (eigum eftir að þróa það betur) og morgunverðarpylsur sem heppnuðust mjög vel. Við eldum í frystinn, og búum okkur þannig til gourmet skyndibita, tekur styttri tíma að kippa því út og hita en að fara eftir skyndibita, og bragðast auðvitað miklu betur !


Áskorunin er alltaf að bæta lífskjörinn, fá að njóta þess góða, án þess að borga fyrir það með lungum og lifur !
User avatar
kristfin
Ofurgerill
Posts: 1312
Joined: 6. Aug 2009 16:28
Location: Kópavogur

Re: Ný á síðunni.

Post by kristfin »

velkomin,

það eru margir hér sem deila þeirri hugsjón með þér.

það hefur verið á dagskrá hjá mér að brugga glútenfríian bjór en hefi ekki útvegað mér hráefnið enn. maður er hinsvegar búinn að taka sving á sveppunum, berjunum, bjórnum og ostunum svo eitthvað sé nefnt
Öl ger:Þýskt (WLP029&WY1007), Belgískt (WLP500), Amerískt (WY1056), Enskt (WLP002), Írskt (WY1084)
Lager ger:Bohemian (WY2124), San Francisco (WLP810)
Annað ger:Cry Havoc(WLP862), Weihenstaphen Weizen (WY3068), Saizon (WLP565)
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Ný á síðunni.

Post by sigurdur »

Velkomin.
Það er gaman að sjá fleiri með áhuga á öðruvísi gerjun en bjórgerjun. :)
Post Reply