Nýr :O

Hér kynna meðlimir þessa spjallborðs sig sjálfir. Allir eru velkomnir í hópinn.
Post Reply
Gvarimoto
Gáfnagerill
Posts: 176
Joined: 13. Mar 2011 20:03

Nýr :O

Post by Gvarimoto »

Sælir, rakst á þessa síðu eftir smá google kast í dag.

Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á bruggun og því tengdu, hinsvegar hef ég ekki tekið bjórskrefin enþá þar sem ég ef ekki náð að kynna mér það nógu vel.

Ég hef bruggað brennivín og fannst það virkilega skemmtilegt og naut þess í botn, en vesenið við að sjóða og svona var að taka of mikinn tíma.

Getið þið bent mér í rétta átt hérna ? Fyrstu skrefin fyrir bjórbruggara :)

Mbk, Gvarimoto
Í Gerjun:
Á Flöskum: Uppfærður Kit bjór, BeeCave
arnarb
Gáfnagerill
Posts: 242
Joined: 14. Jun 2009 22:30

Re: Nýr :O

Post by arnarb »

Sæll og velkominn í hópinn.

Bjórbruggun er þolinmóðinsverk en verðlaunin eru yfirleitt ánægjuleg :)

Það eru fjölmargir þræðir hér varðandi tæki og annað sem nýtist við bjórgerðina. BIAP, eða Brew In A Bag er einföld all-grain leið þar sem hægt er að fá mjög góða bjóra en einnig er hægt að kaupa óhumluð kit eða nota dry-malt. Með því sparast meskjunartíminn og bruggkvöldið styttra fyrir vikið.

Ég mæli með því að þú skoðir þræðina hérna og veljir þá aðferð sem þér líst best á. Kit leiðin er þægileg en dýrari en all-grain.
Arnar
Bruggkofinn
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Nýr :O

Post by Eyvindur »

Ég bendi öllum nýliðum á að lesa How to Brew eftir John Palmer í ræmur.

Hún er fáanleg frítt hér:

http://www.howtobrew.com

Og svo auðvitað að lesa sem mest hér á vefnum. Margt gagnlegt hér.

Velkominn og gangi þér vel.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
Post Reply