Loksins kominn með alvöru áhugamál

Hér kynna meðlimir þessa spjallborðs sig sjálfir. Allir eru velkomnir í hópinn.
Post Reply
chubby
Villigerill
Posts: 2
Joined: 8. Feb 2011 18:25

Loksins kominn með alvöru áhugamál

Post by chubby »

Góðann daginn einn ágætis mikill drykkju maður hérna á ferð var að byrja að brugga fyrir stuttu og var að láta á flöskur bara núna í dag keypti mér svona niðursuðudós í ámuni sem ég var að brugga og var nú að velta fyrir mér að detta í það að brugga minn eiginn bór alveg frá upphafi til enda einhver með góð ráð sem ekki hafa komið fram á þessari góðu síðu. Eitt en þarf alveg að þrífa búnaðinn alveg bara spik og span þegar maður er búinn að brugga er ekki gott bara að skola þetta mjög vel og skrúbba með engum sápum?
anton
Gáfnagerill
Posts: 248
Joined: 10. Jun 2010 00:06

Re: Loksins kominn með alvöru áhugamál

Post by anton »

Ég miða við að þrífa þetta alveg eins og önnur mataráhöld í eldhúsinu hjá mér. En ég nota helst enga sápu, heitt vatn og mjúka svampa og svoleiðis.

Ef eitthvað sem er fast eða skítugt, þá klór "bað" og svo skola skola skola...

Mjög gott það sem ég heyrði einhverstaðar: "Bjórbruggun er áhugamál fyrir þá sem kunna vel við að standa í uppvaski" -- enda mikið af tækjum og drasli sem maður notar í ferlinu.
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Loksins kominn með alvöru áhugamál

Post by sigurdur »

Velkominn.

Mér dettur ekkert í hug í augnablikinu sem ekki er hægt að finna á þessari síðu, þannig að þú þarft bara að vera duglegur að leita að þessum týndu gullmolum.
chubby
Villigerill
Posts: 2
Joined: 8. Feb 2011 18:25

Re: Loksins kominn með alvöru áhugamál

Post by chubby »

takk fyrir þetta:D
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Loksins kominn með alvöru áhugamál

Post by Eyvindur »

Velkominn.

Hafðu í huga að það er slæm hugmynd að ráðast á plast með uppþvottabursta eða grófu hliðinni á svampi. Þá rispar maður plastið og í rispum geta bakteríur falið sig. Þar sem þetta stendur að miklu leyti og fellur með hreinlæti, þá er það slæmt...
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
Post Reply