Epplavín

Spjall um víngerð og allt henni tengt.
User avatar
kristfin
Ofurgerill
Posts: 1312
Joined: 6. Aug 2009 16:28
Location: Kópavogur

Re: Epplavín

Post by kristfin »

ég bíð spenntur eftir því hvernig þetta fer.
Öl ger:Þýskt (WLP029&WY1007), Belgískt (WLP500), Amerískt (WY1056), Enskt (WLP002), Írskt (WY1084)
Lager ger:Bohemian (WY2124), San Francisco (WLP810)
Annað ger:Cry Havoc(WLP862), Weihenstaphen Weizen (WY3068), Saizon (WLP565)
User avatar
Geiri
Villigerill
Posts: 18
Joined: 30. Aug 2009 22:50

Re: Epplavín

Post by Geiri »

Þetta hljómar allt svo spennandi :) Ætla að fara á morgun og versla Krónan var að auglýsa 1 líter Líf eplasafa á 99 krónur. þarf bara að skoða innihaldslýsinguna.

Mig langar að spyrja hefur einhver prufað aðrar safa gerðir?

Það er til töluvert magn af allskonar söfum.
Kveðja
Geiri
User avatar
Hjalti
Yfirgerill
Posts: 671
Joined: 5. May 2009 13:45
Location: Grafarvogur
Contact:

Re: Epplavín

Post by Hjalti »

Vandinn við að nota eins og appelsínusafa og svona tropical safa er sá að þegar appelsínusafi gerjast þá á það til að koma bragð og lykt sem minnir rosalega mikið á ælu....

Sem er ekki gott....

En perusafar, trönuberjasafar og allt það dæmi er vel hægt að gerja og væri bara gaman að sjá útkomuna....
Jörvi Brauhaus

Að gerjast: Ekkert :(
Að aldrast: Jörvi Jólabjór, ESB - Engin Sérstakur Bjór, Fuck you up IPA, Jörvi Irish Red Ale, Jörvi Real Ale og EdWorts Apfelwein
Að planast: Fyrsti all grain bjórinn.
User avatar
arnilong
Gáfnagerill
Posts: 259
Joined: 5. May 2009 20:30

Re: Epplavín

Post by arnilong »

Hjalti wrote:Sem er ekki gott....
Haha, snilld!
Í gerjun: Jólaöl 2009
Í þroskun: Bláberjalambic 2007
Í flöskum: Margt
Á næstunni: Rauchbier, Alt og eitthvað belgískt brjálæði
User avatar
Geiri
Villigerill
Posts: 18
Joined: 30. Aug 2009 22:50

Re: Epplavín

Post by Geiri »

Jæja þá er ég búinn að setja þetta á, ég veit ekkert hvað ég var að gera enda mín fyrstu skref :)

Ég fór í Vínkjallaran og keypti þar Dextrósa 1kg á 700kr það var ekki til í Ámuni nema í 15kg poka á 15.000+

Semsagt ég setti 23 lítra af Líf eplasafa í carboy og 600gr af dextrósa saman við. svo einn pakka af víngeri og hrærði svo aðeins í öllu saman svo skellti ég þessum gúmitappa í og í hann loft græjuna.

Svo er bara að halla sér aftur og bíða er það ekki?

Svo það sé potþétt þá notaði ég ekki þessi efni sem fylgdu basic víngerðar pakkanum hjá Ámuni.
Og á ekki að nota þau?

Gernæringu.
Bentonit
Tærleikahvati (Pectolase)
Vínsýru
Gerstop
Víntærir
Kveðja
Geiri
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Epplavín

Post by sigurdur »

Ég hefði trúlega skellt gernæringunni í löginn.
Svo væri gott næst að prófa einhvern annan sykur (ekki strásykur!!) eins og hrásykur eða púðursykur.
Svo er fullt af flottum efnum sem að þú getur notað í þessu setti þegar að kemur, ef þú vilt.
User avatar
Geiri
Villigerill
Posts: 18
Joined: 30. Aug 2009 22:50

Re: Epplavín

Post by Geiri »

Sigurður wrote:Ég hefði trúlega skellt gernæringunni í löginn.
Ég gett en gert það er það ekki?? setti þetta bara af stað áðan?


Ok smá newbie spurning :) er í lagi þó það fari grugg upp í vatnslásinn?
Image
Kveðja
Geiri
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Epplavín

Post by sigurdur »

Geiri wrote:
Sigurður wrote:Ég hefði trúlega skellt gernæringunni í löginn.
Ég gett en gert það er það ekki?? setti þetta bara af stað áðan?


Ok smá newbie spurning :) er í lagi þó það fari grugg upp í vatnslásinn?
Image
Gerið þarf a.m.k. ekki hjálp að fara af stað.
Ég myndi útbúa blowoff rig svo að þetta krausen geri ekki einhvern skandal af sér (eins og t.d. að stífla þennan litla vatnslás og valda CO2 sprengingu með tilheyrandi látum og drullu á loftinu heima hjá þér).

Reyndari menn verða að segja til hvort að það sé eitthvað vit í að setja gernæringu núna í löginn.
User avatar
Geiri
Villigerill
Posts: 18
Joined: 30. Aug 2009 22:50

Re: Epplavín

Post by Geiri »

Takk fyrir svarið Sigurður :)

Hugsanlega hægt að nota bara fleytislönguna og setja annan endan ofan í vatn....

Er hægt að kippa þessu úr og skola það? Má það?

Bíðum spenntir eftir frekara áliti.
Kveðja
Geiri
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Epplavín

Post by sigurdur »

Ef þú sótthreinsar vatnslásinn eftirá þá býst ég við að það sé í lagi að kippa honum af og skola hann.
Þú getur troðið 3/8" slöngu (slangan sem að fylgir ódýrari hævertunum) ofan á miðjuna á vatnslásnum, eða bara beint í tappann ef að gatið er ekki of víð, og skellt henni svo í eitthvað stærra vatnsílát (krukku eða eitthvað), bara passa að slangan sé alltaf ofan í einhvernmeginn. Með því þá ættiru að vera kominn með ágætis blow-off búnað.
Vona að þetta gangi vel og slysalaust fyrir hjá þér :beer:
User avatar
Geiri
Villigerill
Posts: 18
Joined: 30. Aug 2009 22:50

Re: Epplavín

Post by Geiri »

Ég kippti honum úr og skolaði með soðnu vatni, stakk honum svo í aftur...

:?
Kveðja
Geiri
User avatar
kristfin
Ofurgerill
Posts: 1312
Joined: 6. Aug 2009 16:28
Location: Kópavogur

Re: Epplavín

Post by kristfin »

jæja.

ég hafði svo góðan tíma í kvöld, konan úti með konunum og við krakkarnir heima í volæði.

ákvað að þrusa eplunum bara á flöskur. þau eru búin að vera núna að síðan 17 ágúst.

setti á 12 vínflöskur og primaði síðan þá 17 lítra sem voru eftir með 110 grömmum af kornsykri og setti á bjórflöskur.
Image

notaði tækifærið og prófaði nýju plasttappana sem ég keypti í henni ameríku. mikið rosalega er gaman að setja þá í. þeir bara detta ofaní.

Image

bragðið er milt, þurrt, frískandi, svalandi. ég var svo hissa að ég tók mér í stórt glas og sötraði meðan ég var að dunda. eftir svona gott mjólkurglas var ég nú á því að sennilega væri þetta áfengt. ég flotvóg ekki þegar þetta fór í fötuna, en núna er þetta 1.000 og hárpípumælirinn segir að þetta sé 8%.

en ég er mjög sáttur. þetta er mjög gott og ég hugsa að þetta verði betra og betra næstu 2 árin.
Öl ger:Þýskt (WLP029&WY1007), Belgískt (WLP500), Amerískt (WY1056), Enskt (WLP002), Írskt (WY1084)
Lager ger:Bohemian (WY2124), San Francisco (WLP810)
Annað ger:Cry Havoc(WLP862), Weihenstaphen Weizen (WY3068), Saizon (WLP565)
User avatar
Geiri
Villigerill
Posts: 18
Joined: 30. Aug 2009 22:50

Re: Epplavín

Post by Geiri »

kristfin wrote:jæja.

ég hafði svo góðan tíma í kvöld, konan úti með konunum og við krakkarnir heima í volæði.

bragðið er milt, þurrt, frískandi, svalandi. ég var svo hissa að ég tók mér í stórt glas og sötraði meðan ég var að dunda. eftir svona gott mjólkurglas var ég nú á því að sennilega væri þetta áfengt. ég flotvóg ekki þegar þetta fór í fötuna, en núna er þetta 1.000 og hárpípumælirinn segir að þetta sé 8%.

en ég er mjög sáttur. þetta er mjög gott og ég hugsa að þetta verði betra og betra næstu 2 árin.

Gaman að sjá myndir, takk kristfin :)

Ég horfi spenntur dag hvern á kútinn minn og hugsa hog hvað svo... Ég veit nefnilega ekkert hvað ég á að gera næst. Þann 23.10 næstkomandi eru komnar 4 vikur frá "Day One" og hvað þá? bíða í aðrar 4...

Á ég að að mæla eða bara slaka á?

Allavega þegar gerjun líkur hvort sem það verður á 4 eða 8 viku á ég þá að um hella í annan dúnk?(og þá hvað á það að standa lengi?) eða setja á flöskur... Spyr sá sem EKKERT VEIT ;)
Kveðja
Geiri
User avatar
Geiri
Villigerill
Posts: 18
Joined: 30. Aug 2009 22:50

Re: Epplavín

Post by Geiri »

Hey kristfin, flott eldhús innrétting mjög svipuð minni sem er old tímer EIK frá JP innréttingum sirka 1980 :)
Kveðja
Geiri
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Epplavín

Post by sigurdur »

SÁEÖFÞH

Geymdu þetta þar til að þú þarft að opna eftir t.d. 4 vikur og mældu þá.

Ég myndi setja bara á flöskur og sleppa því að setja á nýjan kút. Svo þarftu bara að fylla aftur á vegna þess að þetta mun tæmast hratt (að mér skilst)
User avatar
kristfin
Ofurgerill
Posts: 1312
Joined: 6. Aug 2009 16:28
Location: Kópavogur

Re: Epplavín

Post by kristfin »

gefðu þessu bara 4-8 vikur á fyrstu fötu. alger óþarfi og óþarfa vesen að vera umhella.
Öl ger:Þýskt (WLP029&WY1007), Belgískt (WLP500), Amerískt (WY1056), Enskt (WLP002), Írskt (WY1084)
Lager ger:Bohemian (WY2124), San Francisco (WLP810)
Annað ger:Cry Havoc(WLP862), Weihenstaphen Weizen (WY3068), Saizon (WLP565)
User avatar
ArniTh
Villigerill
Posts: 20
Joined: 4. Sep 2009 03:42

Re: Epplavín

Post by ArniTh »

Ein spurning til þeirra sem lögðu í þetta. Hvernig var lyktin þegar þetta var að gerjast? Erum við að tala um niðurgangs-ælu lykt? Er safe að gera þetta inní aukaherbergi í lítilli íbúð?

Hringja nágrannarnir á lögguna og halda að maður hafi dáið í baðkarinu einhverjum mánuðum áður?
Ég held að ég hafi heilað í mér skaðann!
User avatar
kristfin
Ofurgerill
Posts: 1312
Joined: 6. Aug 2009 16:28
Location: Kópavogur

Re: Epplavín

Post by kristfin »

það er ekki góð lykt. en ef þu ert með glugga þá er lítið mál að búa til krukkuvatnslás og setja slöngu út.
svona geri ég með þær ílagnir sem eru í aktívri gerjun á hverjum tíma

Image
fer í krukku með vatni og úr henni í gegnum garðslöngu út

síðan set ég bara venjulegan vatnslás þegar lætin eru búin og ég kem með næstu fötu.
Öl ger:Þýskt (WLP029&WY1007), Belgískt (WLP500), Amerískt (WY1056), Enskt (WLP002), Írskt (WY1084)
Lager ger:Bohemian (WY2124), San Francisco (WLP810)
Annað ger:Cry Havoc(WLP862), Weihenstaphen Weizen (WY3068), Saizon (WLP565)
User avatar
ArniTh
Villigerill
Posts: 20
Joined: 4. Sep 2009 03:42

Re: Epplavín

Post by ArniTh »

Sh#%! Ég get ekki haft gluggan opinn, þarf fór 5 daga draumur minn um eplavín. :(
Önnur spurning. Ég hef bara bruggað bjór og lyktin er lítil sem engin úr vatnslásnum. Er alltaf meiri/verri lykt þegar vín (almennt) er bruggað?
Ég held að ég hafi heilað í mér skaðann!
User avatar
kristfin
Ofurgerill
Posts: 1312
Joined: 6. Aug 2009 16:28
Location: Kópavogur

Re: Epplavín

Post by kristfin »

svona svona.

settu bara vatnslás og bíttu á jaxlinn. það kemur smá lykt, hún er ekkert verri en hvað annað.

síðan eru mörg trykk líka. getur búið til krukku/blowoff vatnslás og sett edik í vatnið til að draga úr lyktinni.

í fangelsunum þá nota þeir blöðru til að fela lyktina. síðan ferðu með hana og tæmir útum gluggann af og til. getur mixað blöðru á dolluna.
Öl ger:Þýskt (WLP029&WY1007), Belgískt (WLP500), Amerískt (WY1056), Enskt (WLP002), Írskt (WY1084)
Lager ger:Bohemian (WY2124), San Francisco (WLP810)
Annað ger:Cry Havoc(WLP862), Weihenstaphen Weizen (WY3068), Saizon (WLP565)
User avatar
Idle
Yfirgerill
Posts: 1002
Joined: 25. Jun 2009 22:29
Location: Reykjavík

Re: Epplavín

Post by Idle »

Svo er ekki sjálfgefið að nokkur lykt finnist, eða slæm ef einhver. Það kom nánast engin lykt af mínu; smá sætur ilmur ef maður þefaði af vatnslásnum. :)
Fyrirhugað: Bruggpása.
Í gerjun: Ekkert.
Í þroskun / lageringu: Ekkert.
Á flöskum: Ekkert.
Bruggað (AG): 588 l.
User avatar
ArniTh
Villigerill
Posts: 20
Joined: 4. Sep 2009 03:42

Re: Epplavín

Post by ArniTh »

Takk fyrir svörin, þá er það slegið. Ég legg í þetta um helgina og skelli bara vatnslás á og vona það besta. Ef nágrannarnir fara að kvarta undan nálykt þá er ég að spá í reyna fangelsis-blöðru trikkið.

Það væri nú ekki verra að ganga bara alla leið og gerja þetta í klósettinu, prufa það kannski næst.

:fagun:
Ég held að ég hafi heilað í mér skaðann!
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Epplavín

Post by sigurdur »

ArniTh wrote:Það væri nú ekki verra að ganga bara alla leið og gerja þetta í klósettinu, prufa það kannski næst.
Þú mátt þá ekki gleyma Spur-inu
User avatar
Geiri
Villigerill
Posts: 18
Joined: 30. Aug 2009 22:50

Re: Epplavín

Post by Geiri »

Það var nánast engin lykt hjá mér ef einhver þá kannski mysu likt, en svo kom aðeins þegar ég tappaði á flöskur.


Veit annars einhver um góða síðu til að læra á sykurflotmæla?

Ég er alls ekki með þetta á hreinu... Hvað segir þetta ykkur?
Kveðja
Geiri
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Epplavín

Post by hrafnkell »

Geiri wrote:Veit annars einhver um góða síðu til að læra á sykurflotmæla?

Ég er alls ekki með þetta á hreinu... Hvað segir þetta ykkur?
1.002 eða svo myndi ég halda?
Post Reply