Bláberjavíns vandamál...

Spjall um víngerð og allt henni tengt.
Post Reply
Óskar
Villigerill
Posts: 10
Joined: 13. Jul 2009 23:01

Bláberjavíns vandamál...

Post by Óskar »

Daginn

Ég er núna að prófa að gera vín í fyrsta skipti og er ég orðinn dálítið ruglaður á þessu öllu saman. Fór ég og týndi bláber og reyndi að elta uppskriftina á áman.is http://aman.is/index.php?option=content ... &Itemid=34

Villa #1 - Það sem ég gerði var að ég setti ekki nægilega mikinn sykur í lögnina, flotvogin var í rétt um 100.
Villa #2 - Daginn eftir bætti ég svo við sykri og var ég heldur grófur við það og fór þá mælirinn í rétt yfir 110, en ekki 108.

Núna er svo komið að samkvæmt alkóhólmælinum mínum er ekkert komið í lögnina, þó ég finn áfengislykt þegar ég opni fötuna. Sykurflotvogin stendur í um 108, fallin úr 110, og þegar ég bragða á henni gæti ég trúað að það sé kolsýra í henni. Loftlásinn er enn að blása og því gerillinn ekki hættur vinna...

Er ég eitthvað að misskilja með alkóhólmælinn, sykur í lögninni að trufla hann ? Hvenær ætti ég að setja fellirinn út í ?

... þetta er kannski heldur langur og ruglandi póstur en vonandi getur einhver leiðbeint mér með eitthvað :?

**Ætlaði að skrifa 108 en ekki 180 :oops:
Last edited by Óskar on 11. Sep 2009 21:50, edited 1 time in total.
User avatar
Oli
Undragerill
Posts: 742
Joined: 5. May 2009 22:55

Re: Bláberjavíns vandamál...

Post by Oli »

Mér þykir líklegt að þú hafir ekki lesið rétt á mælinn (flotvogina)
___________________________
Í gerjun: ýmislegt
Óskar
Villigerill
Posts: 10
Joined: 13. Jul 2009 23:01

Re: Bláberjavíns vandamál...

Post by Óskar »

Þetta er reyndar ekki vog frá ámunni. Þessi var keypt fyrir norðan, í búð sem ég man ekki hvað heitir. Hún er með allt á 1xx skala meðan að ámu mælirinn er með 1xxx skala.

Nú bara veit ég ekki. Þetta bragðast samt bara frekar vel :shock:

Kannski ég skelli bara fellinum í þetta, losa mig svo við kolsýruna og tappa þessu svo á flöskur.
User avatar
Oli
Undragerill
Posts: 742
Joined: 5. May 2009 22:55

Re: Bláberjavíns vandamál...

Post by Oli »

Hversu lengi er þetta búið að gerjast?
Ef flotvogin var sýndi eðlisþyngd upphaflega við 110 (1.100)og nú 108 (1.080) þá er væntanlega ekki mikið alkóhól í þessu, þarf að gerjast þar til eðlisþyngd skv. flotvog er í kringum 100, eða við þann sætleika og alkóhólmagn sem þú vilt. Er þetta ekki alltof sætt ennþá?

Gerillinn framleiðir alkóhól og kolsýru úr sykrinum, þegar gerjun er búin eða komin á það stig sem þú ert ánægður með seturðu gerstoppið í, fleytir svo yfir í annað ílát og geymir/hristir þangað til kolsýran fer úr skv. leiðbeiningum ámunnar.
___________________________
Í gerjun: ýmislegt
Óskar
Villigerill
Posts: 10
Joined: 13. Jul 2009 23:01

Re: Bláberjavíns vandamál...

Post by Óskar »

Þetta er búið að vera að gerjast í um viku núna og já, þetta er frekar sætt.
User avatar
Hjalti
Yfirgerill
Posts: 671
Joined: 5. May 2009 13:45
Location: Grafarvogur
Contact:

Re: Bláberjavíns vandamál...

Post by Hjalti »

Var lögin mjög heit þegar þú gerðir fyrstu mælingu? Hitastig hefur áhrif á mælinguna og það gæti útskýrt hvað er í gangi hjá þér....
Jörvi Brauhaus

Að gerjast: Ekkert :(
Að aldrast: Jörvi Jólabjór, ESB - Engin Sérstakur Bjór, Fuck you up IPA, Jörvi Irish Red Ale, Jörvi Real Ale og EdWorts Apfelwein
Að planast: Fyrsti all grain bjórinn.
ElliV
Villigerill
Posts: 33
Joined: 4. Sep 2009 23:15

Re: Bláberjavíns vandamál...

Post by ElliV »

Ef þú ert að nota alkahólmæli fyrir léttvín þessa sem maður setur dropa af víninu í og les svo á kvarða.
Þeir virka ekki ef einhver sykur er enn í víninu og ef þetta er bara búið að vera í gerjun í viku er enn
hellingur af sykri í þessu. Láttu þetta gerjast alveg út þar til sykurflotvog er fallinn undir núll
(getur tekið 2-6 vikur eftir hitastigi ofl)
Ekki nota felliefni ef enn er einhver vottur af gerjun í gangi.
Og ef þú ert þolinmóður verða berjavín tær án þess að nota felliefni en það getur tekið nokkra mánuði.
Óskar
Villigerill
Posts: 10
Joined: 13. Jul 2009 23:01

Re: Bláberjavíns vandamál...

Post by Óskar »

Jæja, smá update

Sykurflotvoginn fór loksins í 100. Ég bragðaði örlítið á þessu og það var bara furðu gott og fannst mér það vera mátulega sætt. Þó er enn þá, að ég held, kolsýra í lögninni.

Hvernig er best að hafa sig að þessu á þessu stigi ? Láta þetta vera og láta þetta verða tært af sjálfu sér eða setja fellinn út í ? Ef ég fer eitthvað að hrista þetta til að losa kolsýruna, missi ég þá ekki bara áfengið líka ? :?

p.s. þetta er nú orðin heldur mikil vinna fyrir um 2L :shock:
User avatar
Oli
Undragerill
Posts: 742
Joined: 5. May 2009 22:55

Re: Bláberjavíns vandamál...

Post by Oli »

Óskar wrote: p.s. þetta er nú orðin heldur mikil vinna fyrir um 2L :shock:
Leggja í 20 L næst ;)
Ef þér finnst þetta mátulega sætt núna (búið að gerjast nægilega og nógu mikið alkóhól) flyturðu þetta yfir á annan kút og setur gerstoppið í. Hristir svo ílátið af og til í nokkra daga til fá CO2 úr víninu. Nei þú missir alkóhólið ekki út við hristing, bara CO2 sem er í gasformi að sjálfsögðu.
___________________________
Í gerjun: ýmislegt
Post Reply