Gos í vín

Spjall um víngerð og allt henni tengt.
Post Reply
ovolden
Villigerill
Posts: 17
Joined: 27. Oct 2011 19:55

Gos í vín

Post by ovolden »

Hæ... ég er með ávaxtavín í fötu. langar að prófa að setja það á litlar 33cl flöskur. og væri til í að hafa kolsýring í því. Hvernig fæ ég kolsýring í vínið ?
kv ole
drekatemjari
Kraftagerill
Posts: 71
Joined: 18. Dec 2012 02:37

Re: Gos í vín

Post by drekatemjari »

Þú primar með hvítum sykri.

Best er að leysa sykurinn upp í sjóðandi vatni og blanda honum saman við vínið áður en það fer á flöskur. Ef vínið er við stofuhita ættu 5 til 5,5 grömm á hvern lítra að gefa þér ágætis kolsýru. Ef vínið er búið að liggja og þroskast lengi getur verið að gerið sé orðið gamalt og lúið svo þá gætirðu þurft að bæta nokkrum grömmum af þurrgeri út í áður en þú setur á flöskur. Gerið étur sykurinn og kolsýrir vínið í flöskunum svo lengi sem þær séu vel lokaðar og þú endar með örlítið botnfall og meðal kolsýru eins og í bjór.

hérna er reiknivél til að reikna út sykurmagn miðað við mismunandi bjórstíla. Ég er að nota uþb 2 til 2,3 volume of co2 í flesta mína bjóra.
http://www.northernbrewer.com/priming-sugar-calculator/" onclick="window.open(this.href);return false;
ovolden
Villigerill
Posts: 17
Joined: 27. Oct 2011 19:55

Re: Gos í vín

Post by ovolden »

vá... takk fyrir snögg viðbrögð :D

ÉG hef takmarkað við á þessu. . er þó búínn að búa til rauð vín... sem heppnaðist svakalega vel. svo gerði ég það sem er kallað pallavín ... frá Ámunni. Kíwí og perubragð... suddalega gott... það sem ég er með núna er einnig frá Ámuni., og er þetta svokallaða 7 - 10 daga vín. Ég er búinn með ferlið., og í raun komið að því að tappa á flöskur.... Er ég þá ekki orðinn of seinn í að setja kolsýru út í. get ég sett ger núna ? og sykur ? .... ef ég geri það, hvað þarf ég þá að bíða lengi til þess að geta sett á flöskurnar. ?? -Ég er mjög þolinmoður... drekk líti,. en hef rosalega gaman af því að brugga... svo ég hef nægann tíma. :)

takk fyrir
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Gos í vín

Post by sigurdur »

Sodastream ef þig langar að vita hvernig það er með fizz .. (á meðan það gefur ekki head retention).

Sjá Heston Blumenthal að búa til "kampavín" hér:
http://www.youtube.com/watch?v=xlMwud7SxEA" onclick="window.open(this.href);return false;
drekatemjari
Kraftagerill
Posts: 71
Joined: 18. Dec 2012 02:37

Re: Gos í vín

Post by drekatemjari »

Ég tek það fram að ég hef aldrei bruggað vín og veit því ekki mikið um það ferli í sjálfu sér.
Samkvæmt þessu ætti gerið að vera í góðu lagi hjá þér og því engin þörf fyrir fersku geri. (svo lengi sem ekki hefur verið notast við einhverskonar gerstopp efni).
Ef þú ert kominn að þeim punkt að setja á flöskur geturðu gert þetta strax og það eina sem þú gerir öðruvísi en venjulega er það að þú bætir uppleystum sykrinum út í það vín sem þú vilt að kolsýrirst og setur svo beint á flöskur. Þú setur það vín sem á að kolsýrast á 33cl flöskur með bjórtappa og lokar með tappa töng eins og gert er þegar bjór er settur á flöskur. Síðan bíðurðu í ca 2-3 vikur og voila, kolsýrt vín. Muna bara að þrífa og sótthreinsa notaðar bjórflöskur vel.
ovolden
Villigerill
Posts: 17
Joined: 27. Oct 2011 19:55

Re: Gos í vín

Post by ovolden »

Takk fyrir þetta... prófa þetta í kvöld ;)
Post Reply