Page 1 of 1

Afgösun á víni

Posted: 19. Feb 2013 13:34
by Simmi
Sælir víngerðarmenn og konur

Mig langaði að deila með ykkur litlu Youtube myndbandi sem ég gerði fyrir einhverju síðan þar sem ég sýni hvernig ég næ kolsýrunni úr víninu.
Ég nota litla plast vacuum dælu sem er tengd við glerkútinn og við vatnskrana.

Image

Þegar vatnið rennur í gegnum dæluna myndast vacuum sem sogar allt loft/gas úr kútnum.
Það er bara mikilvægt að nota glerkút og svo slöngu sem þolir vacuum milli dælunnar og kútsins.
Ég mæli líka með lítilli hosuklemmu á vatnsendann á dælunni svo slangan fari ekki af.

Áman eru þeir einu sem selja þetta held ég.

Þetta er látið renna svona í allavega klukkustund (ég lét þetta renna í tvo).
Það sem aðal málið sýnst um er að þetta svínvirkar. Hef aldrei fengið eins gaslaust vín. Sem þýðir tærara vín og ekkert gerbragð.

Þetta myndband er nú ekki upp á marga fiska hjá mér en reyni kannski að betra næst þegar ég nota þetta:
http://www.youtube.com/watch?v=0vuVkRoduhw" onclick="window.open(this.href);return false;" onclick="window.open(this.href);return false;

Re: Afgösun á víni

Posted: 19. Feb 2013 15:04
by gosi
Getur glerkútur ekki sprungið ef of mikið vacuum er í gangi?

Re: Afgösun á víni

Posted: 19. Feb 2013 21:07
by Simmi
Mér skilst að þetta nái ekki það miklu vacuumi...

Re: Afgösun á víni

Posted: 20. Feb 2013 11:14
by QTab
Það þarf alveg stjarnfræðilegt vacum til að sprengja þessa þykku carboya, og það er aldrei að fara að gerast með einhverri svona græju