Engifervín

Spjall um víngerð og allt henni tengt.
Post Reply
polafsson
Villigerill
Posts: 2
Joined: 19. Jan 2013 21:08

Engifervín

Post by polafsson »

Kæru víngerðarmenn og konur.

Ég er afar reynslulítill þegar kemur að víngerð. Ég lagði í jólaglögg fyrir jólin sem bruggðist í nóvember og desember og ég þurfti ekkert að hafa fyrir.

Nú ætla ég hinsvegar að gera engifervín úr gamalli uppskrift sem ég rakst á inn á vefsíðu Guardian. Þar er talað um hvítvínsger (white wine yeast) en ég á bara venjulegt ger.

Lítið mál er sennilega að nálgat þetta ger í Ámunni en málið er að ég er að samkvæmt uppskrift á ég að setja engifer, sítrónubörk og rúsínur ásamt vatni daginn áður og sólarhring síðar bæta gerinu við. Sá sólarhringur rennur út í kvöld.

Þess vegna spyr ég, er í lagi að nota hefðbundið brauðger til víngerðar?
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Engifervín

Post by hrafnkell »

Brauðger hentar afar illa í víngerð. Mæli með að hinkra og nota almennilegt ger.
User avatar
helgibelgi
Undragerill
Posts: 773
Joined: 6. Nov 2010 22:29
Location: Reykjavík, Iceland
Contact:

Re: Engifervín

Post by helgibelgi »

Heyrðu nú veit ég ekkert um vín, en ég myndi bara prófa það!

Google veit svo ýmislegt um málið, fann þessa grein:

http://www.winemakingtalk.com/forum/f5/ ... ion-12638/" onclick="window.open(this.href);return false;" onclick="window.open(this.href);return false;" onclick="window.open(this.href);return false;

gangi þér vel!

[hlustaðu samt meira á Hrafnkel, hann veit]
User avatar
gosi
Gáfnagerill
Posts: 254
Joined: 9. Oct 2009 20:32

Re: Engifervín

Post by gosi »

Gætir keypt EC-1118 gerið í Ámunni. Hef notað það í mjöð.
Brauðger myndi örugglega gefa vont bragð.

Búnaðurinn: 33L stálpottur, 3500W, kælispírall, humlakönguló, BIAB poki, Stýribox og 12v dæla.

Bruggað áður: 2xBeeCave, 2xBrúðkaupsöl, 2xCentennial Blonde, Hvítur Sloppur, DrSmurto's Golden Ale, 2xVienna Simcoe SMASH, 20L StarterKölsch,Neals Kölsch
Í gerjun:
Á flöskum:
Á kút:
bjarkith
Gáfnagerill
Posts: 255
Joined: 11. Nov 2010 15:22

Re: Engifervín

Post by bjarkith »

Brauðger er gott í mjöð en ekki mikið annað, nema auðvitað brauð.
Á flöskum: Barollo 2 árs, Barollo 1 árs
Á Kút: Hrísgrjónalager
Í gerjun: Lambic Base, Berliner Weisse, Berliner Weisse Kriek, IPA, Pale Ale, CaliCommon
Í bígerð: Flanders Red Ale, IPA, HoneyWeizen Haraldar
polafsson
Villigerill
Posts: 2
Joined: 19. Jan 2013 21:08

Re: Engifervín

Post by polafsson »

Kærar þakkir. Ég henti löguninni en er nú að klára rabbarbaravín með proper geri. Sjáum hvernig til tekst.
User avatar
helgibelgi
Undragerill
Posts: 773
Joined: 6. Nov 2010 22:29
Location: Reykjavík, Iceland
Contact:

Re: Engifervín

Post by helgibelgi »

polafsson wrote:Kærar þakkir. Ég henti löguninni en er nú að klára rabbarbaravín með proper geri. Sjáum hvernig til tekst.
Prófaðirðu brauðgerið?
Post Reply