Þrúgu sykur í Rauðvín

Spjall um víngerð og allt henni tengt.
Post Reply
ovolden
Villigerill
Posts: 17
Joined: 27. Oct 2011 19:55

Þrúgu sykur í Rauðvín

Post by ovolden »

ÉG er að leggja lokahönd á fyrsta rauðvínsbruggið mitt., Smakkaði á því áðan, og það var frekar súrt, og beiskt eftir bragð. Ég var búinn að ákveða að sæta vínið,. og keypti sykurþrúgu í Vínkjallaranum. ég ætla að skipta þessu upp í 3 flokka. ósykrað, smá sykur og meiri sykur. En ég veit bara ekkér hvað ég á að setja mikinn sykur út í. ??? Gæti einhver komið með tillögu, svo ég eyðileggji þetta ekki alveg. ætli ég eigi að setja eina eða tvær matskeiðar? eða ætti ég að setja 100 - 200 gr.... eða 500gr.... ég er svo alveg grænn í þessu. í fötunni eru um 25 lítrar af rauðvíni.... og ég veit ekki hver æskileg hlutföll eru.

Það væri frábært ef einhver af ykkur snillingunum gæti komið með tillögu fyrir mig.,

bestu kveðjur
ovolden
ovolden
Villigerill
Posts: 17
Joined: 27. Oct 2011 19:55

Re: Þrúgu sykur í Rauðvín

Post by ovolden »

haaa? einhver ?
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Þrúgu sykur í Rauðvín

Post by sigurdur »

rólegur .. við erum ekki við tölvuna 24/7 (þó að ég sé það stundum..)

Þú getur prófað að svara þessu sjálfur með smá útreikningi.

Þú þarft að vita magnið af víni sem þú ert með, ásamt eðlisþyngd.

T.d. ef þú ert með 5 lítra af víni sem er 0.998 og þú ætlar að ná því í, segjum 1.004, þá þarftu 6 punkta.
Þú nærð ~42 ppg með dextrósa.

Við breytum ppg í ppl svona:
42 punkta færðu úr einu pundi í eitt gallon -> 42 punkta færðu úr 2.20462 pundi (1 kg) í 2.20462 gallon (8.34539 lítrar)
-> 42 punkta færðu úr 120 grömmum í 1 lítra -> 600 grömm í 5 lítra
6 punkta færðu úr 86 ( 600 * 6 / 42 ) grömmum í 5 lítra

Vona að þetta hjálpi þér.
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Þrúgu sykur í Rauðvín

Post by hrafnkell »

Siggi.... Rangir útreikningar. Það er sko 119.826gr per lítra. djók :)Google er líka gríðarlega þægilegt í svona conversion:
https://www.google.com/search?q=1+pound ... +%2F+liter" onclick="window.open(this.href);return false;


Varðandi magnið, hvort maður þurfi 1 eða 5 punkta til að gera vínið sætara get ég ekki sagt þér. Prófaðu að googla wine sweetening eða eitthvað keimlíkt því.
User avatar
Idle
Yfirgerill
Posts: 1002
Joined: 25. Jun 2009 22:29
Location: Reykjavík

Re: Þrúgu sykur í Rauðvín

Post by Idle »

Þó það séu ekki beint umræður um sykurmagn hér, þá held ég að þetta séu góðir og gildir punktar sem þú vilt e. t. v. hafa í huga:
http://www.homebrewtalk.com/f25/better- ... en-297399/

Hvort sem þú notar ávaxtasafa, sykur, sýróp eða annað, þá held ég að best sé að prófa sig bara áfram með lítið magn í senn (hálft staup af víni til dæmis). Mælir hverja sykurviðbót út í það. Svo þegar þú hefur fundið "the sweet spot", geturðu reiknað út frá því hversu mikið þú þarft til að sæta meira magn. :)
Fyrirhugað: Bruggpása.
Í gerjun: Ekkert.
Í þroskun / lageringu: Ekkert.
Á flöskum: Ekkert.
Bruggað (AG): 588 l.
ovolden
Villigerill
Posts: 17
Joined: 27. Oct 2011 19:55

Re: Þrúgu sykur í Rauðvín

Post by ovolden »

Takk fyrir þetta allir sem einn,.
hmmm... ég þarf að leggjast í útreikninga, Ég hélt þetta væri einfaldara en þetta. :D

takk fyrir
Post Reply