Ananas vín

Spjall um víngerð og allt henni tengt.
Post Reply
creative
Villigerill
Posts: 46
Joined: 8. Aug 2010 22:36

Ananas vín

Post by creative »

Um daginn gerði ég tilraun til að brugga ananassafa beint frá bónus ég byrjaði á að hella smá í pott hita smá og bætti síðan við einum desilítra af sykri þegar sykurinn var bráðnaður setti ég safann aftur í flöskuna og setti ger útí
gerði gat á tappan og henti vatnslás á.
það heppnaðis svona með ágætum en aðal tilraunin bara að sjá hvort þetta gerjaðist þannig að ég notaði bara
bakarager. það sem kom út úr þessu var útgerjað sull með smá brauð keim en þess virði fanst mér að gera aðra tilraun því þetta smakkaðis með ágætum eftir að maður var búin að sykra þetta upp aftur

þannig að núna var keipt 3 lítrar af ananas safa og lalvin Ec1118
Image
en spurning hvort maður þurfi að setja campten töflur til að hindra óæskilegt ger með. Því þessi safi er bara 100% kreistur og engin aukaefni

þegar ég lét ananasin vera kjurran inní skáp í nokkra daga áður en ég bruggaði þá tók ég eftir að mikið að svona þykkniskendu gumsi var fallið til botns en að ofan var djúsin tær. En allavega þá lagði ég í í gær og allt gumsið eða froða er komið í vatnslásinn
Image

hvað fynst ykkur er ég að gera tóma steipu eða kanski eitthvað sem getur farið illa með mann ?
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Ananas vín

Post by sigurdur »

Þetta verður bara spennandi tilraun.

Endilega segðu okkur frá útkomunni.
User avatar
bergrisi
Undragerill
Posts: 948
Joined: 27. Apr 2011 23:24
Location: Keflavík

Re: Ananas vín

Post by bergrisi »

Spennandi tilraun.

Hvernig væri að blanda saman ananas og epladjús og láta það gerjast? Í hlutföllum 1/3 ananas og rest epla.

Datt þetta bara í hug við þennan lestur.
Með vinsemd og virðingu
Rúnar
Á flöskum allt frá ljúfum lagerum til rífandi RIS
creative
Villigerill
Posts: 46
Joined: 8. Aug 2010 22:36

Re: Ananas vín

Post by creative »

það er til epla, appelsínu og Ananassafi frá þessum frammleiðanda þetta er gæða djús ekkert þykkni og
enginn bætiefni bara eins og maður myndi kreista epli heima hjá sér. lítrinn er á rétt yfir 300 kallin

gleimdi kanski að segja að ég bætti einum desilítra af sykri út í hvern lítra af djús

það er meirasegja svona gums í :)
creative
Villigerill
Posts: 46
Joined: 8. Aug 2010 22:36

Re: Ananas vín

Post by creative »

Jæja þetta er útgerjað og allt gums fallið til botns er að bíða eftir að gerið falli meir niður ef það gerir það eitthvað

smakkast frekar súrt og smá gerbragð.. eru menn með einhver ráð varðandi súrleika ??

læt fylgja eina mynd með hérna var ég búin að sæta þetta smá með sykri og kæla í ískápnum
verð nú að segja þetta er nú ekki það versta sem ég hef smakkað

Image
Post Reply