Rauðvín - Gerjun - Sykurflotvog sýnir 0,995

Spjall um víngerð og allt henni tengt.
Post Reply
ovolden
Villigerill
Posts: 17
Joined: 27. Oct 2011 19:55

Rauðvín - Gerjun - Sykurflotvog sýnir 0,995

Post by ovolden »

Ég lagði í rauðvín sl laugardag. Þrúga frá kjallaranum, MOMENTO - Cabernet Sauvignon, Chilean.
Mér skillst að það sé bragðmikið, og bruggarinn sem lánaði mér græjurnar sagði mér að mér væri óhætt að bæta við ca 2 lítrum að vatni til viðbótar á þessum uppgefnu 23L smkv leiðbeiningum. Til þess að milda bragðið. Ég er ný byrjaður að drekka rauðvín og er að þreifa fyrir mér. Ég vil frekar hafa það sætt en súrt,. Keypti einnig þrúgusykur í v.Kjallaranum, og þar hvatti hann mig til þess að skipta magninu upp í 3 hluta. hafa einn hlutann alveg ósykraðann, þann næsta með örlitlum sykri og þriðja hlut aðeins meiri sykur, merkja svo vel á flöskurnar sykurmagnið svo ég viti og geti borið saman bragðið. og áttað mig á hvað hentar mér best. ætla að prófa hvítvín næst og svo örugglega eithvað ávaxtavín.

í gærkvöldi voru 5 sólarhringir síðan ég lagði í . og þetta er búið að búblast og gerjast í 5 sólarhringa. í gær var svo komin tími til þess að fleyta yfir (smkv.leiðb.) og mældi ég þrúguna og sýndi hún eithvað rétt innan við 1000. á ég að hafa áhyggjur af því. samkvæmt leiðbeiningum hefði mælirinn átt að sína 1000-1020. Kanski hefði ég átt að tékka á þessu eithvað fyrr, en ég ákvað að láta blönduna alveg eiga sig þangað til eftir 5 sólarhringa. það búblaði mikið í vatnslásnum, þangað til í gær., þá kom bara ein og ein "búbla".
Ég fleyti yfir og hristi aðeins fötuna , til þess að taka úr koltvísýringinn,. fanst samt eins og það hafa ekki verið mikill koltvírsýringu,.

Jæja bruggmeistarar....


Er þetta ónýtt hjá mér ??? hefði ég átt að tékka sykurflotvoginni fyrst???

Nú á ég að býða í að mig minnir 8 daga - þangað til ég geri eithvað.

Hvað finnst ykkur um að ég hafi bætt við vatni ??


hitastigið í vaskahúsinu hjá mér er ca 20gráður, En eykst örlítið þegar þurkarinn er í gangi.

Einhver góð ráð frá bruggmeisturum - til nýbyrjanda en framtíðarbruggara...
kv ovolden
Last edited by ovolden on 17. Aug 2012 12:38, edited 2 times in total.
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Rauðvín - Gerjun - Sykurflotvog sýnir 0,995

Post by sigurdur »

Velkominn og til hamingju með fyrstu lögnina.

Þessir litir eru svolítið erfiðir fyrir mig, en ég skal gera mitt besta að svara:

Að bæta við vatni - ekkert mál, mjög flott. Ég geri það stundum við bjórana mína. Það þarf bara að muna að bæta vatninu við áður en maður gerjar og þá ætti allt að reddast.

Þetta er ekki ónýtt. Þessi mörk sem voru sett eru svotil tilgangslaus.. það má alveg vera aðeins lægra á meðan það er ennþá að gerjast.

Endilega komdu með niðurstöðurnar þegar vínið er tilbúið svo við vitum hvað þér finnst um engan sykur, smá sykur og mikinn sykur.
ovolden
Villigerill
Posts: 17
Joined: 27. Oct 2011 19:55

Re: Rauðvín - Gerjun - Sykurflotvog sýnir 0,995

Post by ovolden »

Takk fyrir snögg viðbrögð.
Ég held þá ótrauður áfram :)
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Rauðvín - Gerjun - Sykurflotvog sýnir 0,995

Post by hrafnkell »

Líklega verið svolítið hlýtt á gerinu og því hefur það farið svona langt niður svona fljótt. Ætli megnið af gerjuninni sé ekki búin fyrst það er komið svona langt niður.
ovolden
Villigerill
Posts: 17
Joined: 27. Oct 2011 19:55

Re: Rauðvín - Gerjun - Sykurflotvog sýnir 0,995

Post by ovolden »

hrafnkell wrote:Líklega verið svolítið hlýtt á gerinu og því hefur það farið svona langt niður svona fljótt. Ætli megnið af gerjuninni sé ekki búin fyrst það er komið svona langt niður.

Ætli mér sé þá óhætt að láta vaða í næsta þrep ???

Þrep 3 – Stoppa gerjun
1. Fleytið löguninni varlega yfir í annað sótthreinsað ílát og skiljið botnfallið eftir.
2. Hrærið kröftuglega með langri sleif eða hristið kútinn til að taka alla kolsýru úr
löguninni. Endurtakið þetta 3 – 4 sinnum á 10 mínúta fresti eða eins mörgum sinnum
og þarf þar til öll kolsýra er horfin. Þetta ferli gæti tekið allt frá 1 klukktíma upp í 3
daga. Haldið ekki áfram í næsta skref fyrr en öll kolsýra er horfin úr víninu.
3. Leysið upp innihald poka merktan #2 Metabisulphite eða #2 Stabilizer
í ca. 125ml. af vatni. Þegar það er vel uppleyst er því hellt út í lögunina og hrært vel í
1-2 mínútur.
4. Hellið síðan innihaldi poka merktum ‘#5 Kieselsol’ út í lögunina og hrærið vel í 1
mínútu. Bíðið í 15-30 mínútur og setjið síðan poka merktan ‘#6 Chitosan’ og hrærið í
2 mínútur.
5. Á þessu stigi þarf að fylla kútinn þar til eru u.þ.b. 5-10 cm upp í hálsinn. Hægt er að
nota svipað vín úr fyrri framleiðslu eða soðið vatn. (volgt). Herbergishiti ætti nú að
vera ca.10°-15°C.
6. Látið vínið standa og falla í u.þ.b. 4-6 daga eða lengur. Þrep 1 til 3 getur tekið allt frá
22 til 42 dögum áður en farið er í 4. þrep.


í þrepi 2 er talað um að bíða í 8 -10 daga. Það heyrist ekkért búblu hljóð núna.
hefur ekki heyrst síðan ég hellti yfir ....

með kveðju ovolden
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Rauðvín - Gerjun - Sykurflotvog sýnir 0,995

Post by hrafnkell »

Myndi bara fylgja leiðbeiningunum. Passa líka að sykurflotvogin sé rétt, að hún sýni 1.000 í vatni.
Post Reply