brew.is - Verðskrá á korni, humlum og geri

Hér geta fagaðilar auglýst allt er viðkemur gerjun sér að endurgjaldslausu. Skilyrði er að þetta sé tengt áhugamáli okkar allra.
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: brew.is - Verðskrá á korni, humlum og geri

Post by hrafnkell »

Eru byggflögur ekki bara ómaltað bygg, malað?
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: brew.is - Verðskrá á korni, humlum og geri

Post by sigurdur »

hrafnkell wrote:Eru byggflögur ekki bara ómaltað bygg, malað?
Valsað, ekki malað skilst mér.
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: brew.is - Verðskrá á korni, humlum og geri

Post by hrafnkell »

sigurdur wrote:
hrafnkell wrote:Eru byggflögur ekki bara ómaltað bygg, malað?
Valsað, ekki malað skilst mér.
Hver er munurinn? Nota ekki allir bruggarar valsa til að mala kornið sitt?

Kannski búið að preconditiona það til að það brotni ekki niður eða eitthvað svoleiðis?

Konan keypti svona um daginn til að setja í hafragrautinn hjá krökkunum, þetta leit út alveg eins og malað bygg sem við notum nema það var búið að henda hýðinu. Það var eitthvað íslenskt hollustuvörumerki og var kallað byggflögur.
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: brew.is - Verðskrá á korni, humlum og geri

Post by sigurdur »

hrafnkell wrote:Hver er munurinn? Nota ekki allir bruggarar valsa til að mala kornið sitt?

Kannski búið að preconditiona það til að það brotni ekki niður eða eitthvað svoleiðis?

Konan keypti svona um daginn til að setja í hafragrautinn hjá krökkunum, þetta leit út alveg eins og malað bygg sem við notum nema það var búið að henda hýðinu. Það var eitthvað íslenskt hollustuvörumerki og var kallað byggflögur.
Mér skilst að byggflögur eru búnar að fara í gegn um "gelatinization" stigið, sem gerir ensímum auðveldara fyrir að nálgast sterkjuna. Þetta er gert með því að hita byggið með gufu áður en það er valsað (ekki malað).
(nb. ég er ekki 100% viss hvort að það sé búið að fara í það ferli .. það er mismunandi rit)

Ómaltað heilt bygg er ekki búið að fara í gegn um þetta ferli.
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: brew.is - Verðskrá á korni, humlum og geri

Post by hrafnkell »

Ég er kominn með solarproject dælurnar í hús. 11 lítrar á mínútu, geta dælt allt að 5 metra upp og nota um 14w. Lítið mál að takmarka flæðið ef manni svo sýnist og hægt að skrúfa upp á 1/2" pípulagnafittings.

Image
Dælurnar kosta 7000kr.
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: brew.is - Verðskrá á korni, humlum og geri

Post by hrafnkell »

Smellti BIAB pokum inn á síðuna þar sem fólk spyr reglulega út í þá. Kosta 2.000kr og eru saumaðir af yours truly. Íslenskt handverk! :fagun:

http://www.brew.is/oc/biabbag" onclick="window.open(this.href);return false;
User avatar
bergrisi
Undragerill
Posts: 948
Joined: 27. Apr 2011 23:24
Location: Keflavík

Re: brew.is - Verðskrá á korni, humlum og geri

Post by bergrisi »

Fær maður ekki myndir af meistaraverkinu? Vantar á heimasíðuna.
Með vinsemd og virðingu
Rúnar
Á flöskum allt frá ljúfum lagerum til rífandi RIS
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: brew.is - Verðskrá á korni, humlum og geri

Post by hrafnkell »

Ég var að fá í hús 3500w element með sama watt density og 5500w elementin.

Einnig kom:
Whirfloc töflur
Fjörugrös
Gernæring
5500w element
Eikarkubbar (medium roast)
Nottingham ger
User avatar
kristfin
Ofurgerill
Posts: 1312
Joined: 6. Aug 2009 16:28
Location: Kópavogur

Re: brew.is - Verðskrá á korni, humlum og geri

Post by kristfin »

það sleppur á 16 amper er það ekki. 3500/230 < 16A.

er sami formfactorinn á því og hinu?
Öl ger:Þýskt (WLP029&WY1007), Belgískt (WLP500), Amerískt (WY1056), Enskt (WLP002), Írskt (WY1084)
Lager ger:Bohemian (WY2124), San Francisco (WLP810)
Annað ger:Cry Havoc(WLP862), Weihenstaphen Weizen (WY3068), Saizon (WLP565)
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: brew.is - Verðskrá á korni, humlum og geri

Post by hrafnkell »

kristfin wrote:það sleppur á 16 amper er það ekki. 3500/230 < 16A.

er sami formfactorinn á því og hinu?
Jebb, það var pointið með því að bæta þessum við á lagerinn, til að fólk sem kemst ekki í >16A geti komið sér upp almennilegum græjum ;)

Það er annar formfactor, það er ekki S-laga en er beygt aftur. Sama watt density og efni í því og 5500w elementinu sem er tried and tested :)
Maggi
Gáfnagerill
Posts: 172
Joined: 22. Sep 2011 15:34

Re: brew.is - Verðskrá á korni, humlum og geri

Post by Maggi »

Ég var að fá í hús 3500w element með sama watt density og 5500w elementin.
Fór á brew.is, sá það ekki þar. Hvurt er verðið?
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: brew.is - Verðskrá á korni, humlum og geri

Post by hrafnkell »

Maggi wrote:
Ég var að fá í hús 3500w element með sama watt density og 5500w elementin.
Fór á brew.is, sá það ekki þar. Hvurt er verðið?
6000kr, sama og á hinum elementunum.


Í öðrum fréttum:
Ég er að undirbúa nýja maltsendingu, ef einhver hefur sérþarfir eða séróskir með malt þá er tíminn núna.


Ég sleppti því að hækka verðið á malti, t.d. pale ale og fleiru í haust, en neyðist til að hækka það núna. Grunnmalt er núna á 7250 sekkurinn. Mér þykir leitt að þurfa að hækka verðið en álagningin var orðin kjánalega lág eftir að innkaupaverðið hækkaði í haust. Ef innkaupaverðin lækka aftur næsta haust þá lækka ég auðvitað aftur - ég hef haft sömu álagningu á korni síðan ég byrjaði með brew.is :)
gugguson
Gáfnagerill
Posts: 215
Joined: 26. Mar 2011 14:55
Location: Reykjavik

Re: brew.is - Verðskrá á korni, humlum og geri

Post by gugguson »

Sæll.

Þú getur bara pantað frá Weyermann er það ekki rétt?

Annars átt þú ekki að vera að afsaka það að halda sæmilegri álagningu - ég held að flestir/allir voni að þú sért að fá eitthvað fyrir þinn snúð að halda þessu úti. :skal:
Gerandi Bruggfélag

Næst: Carlsberg Clone, Biere de Garde, Hlemmur
Í gerjun: Dubbel úr BCS, Hlemmur III (Irish red)
Á flösku: Fölvi (Þurrhumlaður Pale Ale)
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: brew.is - Verðskrá á korni, humlum og geri

Post by hrafnkell »

Þessi vika er svolítið skrítin hjá mér þannig að ég get ekki afgreitt neinar pantanir eftir 4. Heads up fyrir þá sem ætla að brugga á fimmtudaginn eða um helgina :)
User avatar
kristfin
Ofurgerill
Posts: 1312
Joined: 6. Aug 2009 16:28
Location: Kópavogur

Re: brew.is - Verðskrá á korni, humlum og geri

Post by kristfin »

ef þú gætir reddað mér acidulated malt væri það flott. búinn með mitt.
en ég brúka nú ekki nema svona 2-3 kíló á ári
Öl ger:Þýskt (WLP029&WY1007), Belgískt (WLP500), Amerískt (WY1056), Enskt (WLP002), Írskt (WY1084)
Lager ger:Bohemian (WY2124), San Francisco (WLP810)
Annað ger:Cry Havoc(WLP862), Weihenstaphen Weizen (WY3068), Saizon (WLP565)
User avatar
Classic
Gáfnagerill
Posts: 318
Joined: 18. Feb 2010 21:14
Location: Reykjavík
Contact:

Re: brew.is - Verðskrá á korni, humlum og geri

Post by Classic »

Ef það væri nú hægt að lauma eins og einum dunk af rauch extract með brettinu án þess að það kosti handlegg og fót (ber þó að geta að sársaukaþröskuldurinn fyrir verði er hærri hjá extractbruggurum en AG) væri það brilliant, mér gengur bölvanlega að finna þetta til sölu online (mögulega er ég samt bara svona lélegur að gúggla)

http://www.weyermann.de/eng/produkte.as ... &sprache=2, síða 3
Klassiker ölgerð, Reykjavík
Í gerjun: #fössari (California lager)
Í glasi: Svarthöfði (Imperial stout), #fössari, Snati (Northern English Brown), Apaspil (APA), Fimmta stjarnan (ABA)
Á næstunni: Jólabjór, uppsetning á kútakerfi, útskriftarveisla, halda partíinu gangandi
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: brew.is - Verðskrá á korni, humlum og geri

Post by hrafnkell »

kristfin wrote:ef þú gætir reddað mér acidulated malt væri það flott. búinn með mitt.
en ég brúka nú ekki nema svona 2-3 kíló á ári
Acidulated malt verður með í pöntuninni, 1kg :) Einnig Abbey malt, sem á að vera sambærilegt(ish) við honey malt.
Classic wrote:Ef það væri nú hægt að lauma eins og einum dunk af rauch extract með brettinu án þess að það kosti handlegg og fót (ber þó að geta að sársaukaþröskuldurinn fyrir verði er hærri hjá extractbruggurum en AG) væri það brilliant, mér gengur bölvanlega að finna þetta til sölu online (mögulega er ég samt bara svona lélegur að gúggla)

http://www.weyermann.de/eng/produkte.as ... &sprache=2, síða 3
Ég skal athuga það, en pöntunin og greiðslan fór út í gær, spurning hvort ég geti bætt við.
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: brew.is - Verðskrá á korni, humlum og geri

Post by hrafnkell »

Classic wrote:Ef það væri nú hægt að lauma eins og einum dunk af rauch extract með brettinu án þess að það kosti handlegg og fót (ber þó að geta að sársaukaþröskuldurinn fyrir verði er hærri hjá extractbruggurum en AG) væri það brilliant, mér gengur bölvanlega að finna þetta til sölu online (mögulega er ég samt bara svona lélegur að gúggla)

http://www.weyermann.de/eng/produkte.as ... &sprache=2, síða 3

Get hugsanlega reddað þessu (og hinum malttegundunum frá weyermann) á uþb 7þús. Þarft að láta mig vita asap ef þú vilt eitthvað af þessu.
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: brew.is - Verðskrá á korni, humlum og geri

Post by hrafnkell »

Fyrir þá sem náðu ekki í mig í gær þá verð ég eitthvað við eftir hádegi í dag. Hringið á undan ykkur.
gugguson
Gáfnagerill
Posts: 215
Joined: 26. Mar 2011 14:55
Location: Reykjavik

Re: brew.is - Verðskrá á korni, humlum og geri

Post by gugguson »

Hrafnkell, ertu að selja kornsykur (dextrose) til að setja á flöskur við töppun?

Ef ekki, eru menn að kaupa slíkt í ámunni eða fæst þetta annarsstaðar?
Gerandi Bruggfélag

Næst: Carlsberg Clone, Biere de Garde, Hlemmur
Í gerjun: Dubbel úr BCS, Hlemmur III (Irish red)
Á flösku: Fölvi (Þurrhumlaður Pale Ale)
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: brew.is - Verðskrá á korni, humlum og geri

Post by sigurdur »

Ég nota strásykur þegar ég set á flöskur.
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: brew.is - Verðskrá á korni, humlum og geri

Post by hrafnkell »

gugguson wrote:Hrafnkell, ertu að selja kornsykur (dextrose) til að setja á flöskur við töppun?

Ef ekki, eru menn að kaupa slíkt í ámunni eða fæst þetta annarsstaðar?
Tóm vitleysa að vera að splæsa í eitthvað annað en bara venjulegan sykur. Ég nota euroshopper sykur þegar ég set á flöskur (sem er orðið ansi sjaldan)
gugguson
Gáfnagerill
Posts: 215
Joined: 26. Mar 2011 14:55
Location: Reykjavik

Re: brew.is - Verðskrá á korni, humlum og geri

Post by gugguson »

Eruð þið vissir um að það skili nákvæmlega sömu niðurstöðum?
Gerandi Bruggfélag

Næst: Carlsberg Clone, Biere de Garde, Hlemmur
Í gerjun: Dubbel úr BCS, Hlemmur III (Irish red)
Á flösku: Fölvi (Þurrhumlaður Pale Ale)
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: brew.is - Verðskrá á korni, humlum og geri

Post by sigurdur »

gugguson wrote:Eruð þið vissir um að það skili nákvæmlega sömu niðurstöðum?
Það skilar aldrei nákvæmlega sömu niðurstöðum.

Ég hef hinsvegar aldrei lesið um að prófanir hafa leitt nokkuð annað í ljós en að þetta sé svo óaðskiljanlegt að munurinn sé ógreinanlegur að bragði og lykt(eftir minni).

Ég get hinsvegar vottað það að þú munt ekki greina sykurinn eftir að gerið er búið að gerja sykurinn og taka til eftir sig. Sama hvort þú notar dextrósa eða strásykur í flöskugerjun.
User avatar
atlios
Villigerill
Posts: 45
Joined: 4. Feb 2011 01:43

Re: brew.is - Verðskrá á korni, humlum og geri

Post by atlios »

Hvernig ertu á morgun? Er að fara vestur á ísafjörð á morgun og væri fínt að ná þessu með...
Í gerjun: Munich Helles BIAB (gerjað með ölgeri WB06)
Á flöskum: APA bee cave BIAB, Hvítur sloppur BIAB
Á óskalistanum: Jólabjór, Lager, Hafrastout, Irish red ale, IPA, Leffe clone, vienna og partu-gyle
Post Reply